Keppni
Vel heppnuð nemakeppni í kjötiðn – Myndir og vídeó
Nú um helgina fór fram nemakeppni í kjötiðn. Keppnin fór fram í Hótel-, og matvælaskólanum (HM) og voru 5 keppendur.
Keppendur voru:
Alexander Örn Tómasson – HM
Davíð Clausen Pétursson – HM
Elínborg Bessadóttir – VMA
Eyþór Marel Sigurðsson – VMA
Skúli Þór Hallmannsson – VMA
Það var Alexander Örn Tómasson sem sigraði í keppninni, en hann starfar hjá Sælkerabúðinni og Davíð Clausen Pétursson hreppti annað sætið, starfandi hjá Ferskum kjötvörum og Elínborg Bessadóttir
Alexander og Davíð eru báðir á lokaári og fara í sveinspróf í vor. Nemendurnir í VMA eru á fyrsta og öðru ári í náminu.
„Ég tók nautafitu og setti í pott, sauð hana niður þangað til að fitan var búinn að leysast upp. Bætti úti hvítlauk og rósmarin og tók svo form sem ég átti til og setti fituna í formið og þaðan inná kæli.
Mjög gott með lamba kjöti, nautakjöti og geggjað að steikja upp úr þessu.“
Sagði Alexander í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um rósina á úrbeinuðu og fylltu lambalærinu.
Myndband af kjötborði Alexanders:
„Krakkarnir að norðan eru óvön svona kjötiðnaði en voru mjög áhugasöm og stóðu sig frábærlega. Að ég held þá er þetta í fyrsta sinn sem að kjötiðnaðarnemar í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) keppa í öðrum skóla en sínum eigin.
Keppnin stóð yfir frá 11 – 13:30 og heilt lamb var hanterað í spennandi vörur og áhersla á flott handbragð, hugmyndir og flotta framstillingu.“
Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is. Kennari í VMA er kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson.
Dómarar voru kjötiðnaðarmeistararnir Jóhannes Geir Númason og Ólafur Júlíusson.
Myndband frá verðlaunaafhendingunni.
Myndir og vídeó: Alexander Örn Tómasson og Davíð Clausen Pétursson.
-
Veitingarýni5 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir24 klukkustundir síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac