Vertu memm

Vel heppnuð jólakynning á Slippbarnum

Birting:

þann

Það var miðvikudagskvöldið 24. september 2014 sem að Slippbarinn á Icelandair´s hotel Reykjavik Marina bauð til veislu, þar sem þeir kynntu hvað væri á boðstólunum á komandi vetri, en mest bar á jólamatnum sem þeir munu bjóða uppá.

Lesa meira.

Myndir tók Sverrir Halldórsson.

[nggallery id=4]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Sverrir Halldórsson

Vel heppnuð jólakynning á Slippbarnum

Birting:

þann

Stefán Viðarsson og Jóhannes Jóhannesson

Stefán Viðarsson og Jóhannes Jóhannesson

Það var miðvikudagskvöldið 24. september sem að Slippbarinn á Icelandair´s hotel Reykjavik Marina bauð til veislu, þar sem þeir kynntu hvað væri á boðstólunum á komandi vetri, en mest bar á jólamatnum sem þeir munu bjóða uppá.

Slippbarinn

Var þessu dreift um alla jarðhæðina með litlum stöðvum vítt og breitt um húsið þannig að flæðið var alveg til fyrirmyndar, skemmtilegt að vera með harmonikkutónlist svona aðeins til tilbreytingar og sá ég ekki annað en það féll vel í mannskapinn.

Jólamatseðillinn

Jólamatseðillinn

Það var nánast alveg sama á hverju maður smakkaði, það smakkaðist vel og gaf góð fyrirheit um hvað væri í vændum hjá þeim félögum á Slippbarnum og það sem gladdi mig var að þeir fara svolítið sína eigin leið, en aldrei langt frá upprunanum.

Þessi ótrúlega samsetning að hafa hótel og slipp hlið við hlið virðist slá alveg í gegn, sem sést best á því að nú þegar er stækkun á hótelinu kominn langt á veg.

Verður gaman að fylgjast með þeim þar, því í sjálfu sér getur maður átt von á hverju sem er frá svo frjóu fólki.

Með fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu og jólamatseðillinn.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Mest lesið