Sverrir Halldórsson
Vel heppnuð jólakynning á Slippbarnum
Það var miðvikudagskvöldið 24. september sem að Slippbarinn á Icelandair´s hotel Reykjavik Marina bauð til veislu, þar sem þeir kynntu hvað væri á boðstólunum á komandi vetri, en mest bar á jólamatnum sem þeir munu bjóða uppá.
Var þessu dreift um alla jarðhæðina með litlum stöðvum vítt og breitt um húsið þannig að flæðið var alveg til fyrirmyndar, skemmtilegt að vera með harmonikkutónlist svona aðeins til tilbreytingar og sá ég ekki annað en það féll vel í mannskapinn.
Það var nánast alveg sama á hverju maður smakkaði, það smakkaðist vel og gaf góð fyrirheit um hvað væri í vændum hjá þeim félögum á Slippbarnum og það sem gladdi mig var að þeir fara svolítið sína eigin leið, en aldrei langt frá upprunanum.
Þessi ótrúlega samsetning að hafa hótel og slipp hlið við hlið virðist slá alveg í gegn, sem sést best á því að nú þegar er stækkun á hótelinu kominn langt á veg.
Verður gaman að fylgjast með þeim þar, því í sjálfu sér getur maður átt von á hverju sem er frá svo frjóu fólki.
Með fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu og jólamatseðillinn.
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar8 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra

















