Sverrir Halldórsson
Vel heppnuð jólakynning á Slippbarnum
Það var miðvikudagskvöldið 24. september sem að Slippbarinn á Icelandair´s hotel Reykjavik Marina bauð til veislu, þar sem þeir kynntu hvað væri á boðstólunum á komandi vetri, en mest bar á jólamatnum sem þeir munu bjóða uppá.
Var þessu dreift um alla jarðhæðina með litlum stöðvum vítt og breitt um húsið þannig að flæðið var alveg til fyrirmyndar, skemmtilegt að vera með harmonikkutónlist svona aðeins til tilbreytingar og sá ég ekki annað en það féll vel í mannskapinn.
Það var nánast alveg sama á hverju maður smakkaði, það smakkaðist vel og gaf góð fyrirheit um hvað væri í vændum hjá þeim félögum á Slippbarnum og það sem gladdi mig var að þeir fara svolítið sína eigin leið, en aldrei langt frá upprunanum.
Þessi ótrúlega samsetning að hafa hótel og slipp hlið við hlið virðist slá alveg í gegn, sem sést best á því að nú þegar er stækkun á hótelinu kominn langt á veg.
Verður gaman að fylgjast með þeim þar, því í sjálfu sér getur maður átt von á hverju sem er frá svo frjóu fólki.
Með fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu og jólamatseðillinn.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park

















