Kokkalandsliðið
Vel heppnuð Íslandskynning í Berlín
Kynningin var í samstarfi við þýsku verslunarkeðjuna Frischeparadies í Berlín. Haldin var 300 manna veisla sem liður í kynningarátaki á íslenskum vörum sem eru á boðstólunum í verslunum þeirra. Í veislunni var boðið upp á sjö rétta matseðil, þar sem fimm réttir voru úr íslensku hráefni svo sem humar, bleikju, þorski, lambi, en Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari í Blá Lóninu og fyrirliði Kokkalandsliðsins sá um eldunina á lambinu en þýskir matreiðslumenn sáu um að elda hina réttina.
- F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Gunnar Snorri, Hans Peter Wodarz framleiðandi Berlin Kocht þáttarins og Nora Schmidt
- Þýskir matreiðslumenn sáu einnig um eldamennskuna í veislunni
- Íslenski sendiherrann Gunnar Snorri Gunnarsson heilsar hér Þránni
- Þráinn afgreiðir lambafillet í veislunni
- Þráinn spjallaði við viðskiptavini Frischeparadies og gaf góð ráð
- Þráinn eldaði Þorsk í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht, sem sýndur verður í Berlín þann 4. október 2013
Einnig kom Þráinn fram í sjónvarpsþættinum Berlin Kocht sem er vinsæll matreiðsluþáttur þar í borg og eldaði hann þorsk rétt í þættinum.
Og að sjálfsögðu var Þráinn í verslun keðjunnar að gefa góða ráð og spjalla við viðskiptavini verslunarinnar.
Ekki þarf að efa að svona kynningar skila sér fyrir þjóðarbúið og ekki veitir af.
Myndir tók Björgvin Þór Björgvinsson
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.