Keppni
Vel heppnuð bruggkeppni Fágunar – Úrslit og myndir
Bruggkeppni Fágunar fór fram í Kex Hostel nú á dögunum og keppt var í þremur flokkum, ljósum, dökkum og miði.
Glæsilegir vinningar voru í boði en sigurvegari keppninnar fær þátttökurétt í samnorrænni úrslitakeppni heimabruggfélaga norðurlandanna 22. júní í Stavanger.
Allar reglur keppninnar má lesa með því að smella hér.
Einnig er sérkeppni um flottasta heildarútlit á bjórflösku þetta kvöld, þar sem nafn og útlit bjórsins er allt tekið með í reikninginn og er þessi keppni aðskilin bruggkeppninni og öllum meðlimum Fágunar og keppendum velkomið að taka þátt. Gestir á úrslitakvöldinu kjósa um flottustu flöskuna á staðnum. Ef keppandi í bruggkeppninni vill líka taka þátt í keppni um flottustu flöskuna þarf hann að skila inn aukaflösku í þá keppni sér að kostnaðarlausu.
Dómarar keppninnar voru ekki af verri endanum en þeir koma frá Lady Brewing, RVK Brewing, Malbygg, Ölvisholti, Ölverk, Öldur, og Borg auk nokkurra bjórsérfræðinga. Kynnar kvöldsins voru Ragnar og Hjalti úr Bjórspjallinu.
Úrslit úr heimabruggskeppni Fágunar 2024
Ljós flokkur
- sæti: Arnar Arinbjarnar og Oddur Sigurðsson fyrir „Hógværir snillingar IPA“ (IPA) – ætti að fást á krana á Bryggjunni á næstu vikum
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „A great disturbance in the yeast“ (23B: Flanders red ale)
- sæti: Arnar Arinbjarnar og Oddur Sigurðsson fyrir „Belgísk Blondína“ (Belgian Blond)
Dökkur flokkur
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „Quadzilla“ (26DB: Belgian dark strink ale (Quad)) – ætti að fást á krana á Bryggjunni í haust
- sæti: Ágúst Sæland fyrir „Andri Sterki“ (16D: Foreign Extra Stout)
- sæti: Oddur Sigurðsson og Arnar Arinbjarnar fyrir „NiGolo Kante“ (Stout)
Sérflokkur (mjöður)
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „Limeadcello“ (stíll: M3A: Fruit & spice mead)
Áhugaverðasti bjórinn: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „A great disturbance in the yeast“ (23B: Flanders red ale)
Flottasta heilrarútlit (gestir kusu): Captain Cosmic (Guðmundur Jónsson og Einar V Bárðarson)
Þá er það orðið ljóst að Arnar, Oddur og Dagur hafa hlotið keppnisrétt fyrir Íslands hönd í samnorrænu úrslitakeppni heimabruggfélaga norðurlandanna sem, haldin verður 22. júní í Stavanger.
Myndir: facebook / Fágun – Félag áhugafólks um gerjun
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla