Keppni
Vel heppnuð bruggkeppni Fágunar – Úrslit og myndir
Bruggkeppni Fágunar fór fram í Kex Hostel nú á dögunum og keppt var í þremur flokkum, ljósum, dökkum og miði.
Glæsilegir vinningar voru í boði en sigurvegari keppninnar fær þátttökurétt í samnorrænni úrslitakeppni heimabruggfélaga norðurlandanna 22. júní í Stavanger.
Allar reglur keppninnar má lesa með því að smella hér.
Einnig er sérkeppni um flottasta heildarútlit á bjórflösku þetta kvöld, þar sem nafn og útlit bjórsins er allt tekið með í reikninginn og er þessi keppni aðskilin bruggkeppninni og öllum meðlimum Fágunar og keppendum velkomið að taka þátt. Gestir á úrslitakvöldinu kjósa um flottustu flöskuna á staðnum. Ef keppandi í bruggkeppninni vill líka taka þátt í keppni um flottustu flöskuna þarf hann að skila inn aukaflösku í þá keppni sér að kostnaðarlausu.
Dómarar keppninnar voru ekki af verri endanum en þeir koma frá Lady Brewing, RVK Brewing, Malbygg, Ölvisholti, Ölverk, Öldur, og Borg auk nokkurra bjórsérfræðinga. Kynnar kvöldsins voru Ragnar og Hjalti úr Bjórspjallinu.
Úrslit úr heimabruggskeppni Fágunar 2024
Ljós flokkur
- sæti: Arnar Arinbjarnar og Oddur Sigurðsson fyrir „Hógværir snillingar IPA“ (IPA) – ætti að fást á krana á Bryggjunni á næstu vikum
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „A great disturbance in the yeast“ (23B: Flanders red ale)
- sæti: Arnar Arinbjarnar og Oddur Sigurðsson fyrir „Belgísk Blondína“ (Belgian Blond)
Dökkur flokkur
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „Quadzilla“ (26DB: Belgian dark strink ale (Quad)) – ætti að fást á krana á Bryggjunni í haust
- sæti: Ágúst Sæland fyrir „Andri Sterki“ (16D: Foreign Extra Stout)
- sæti: Oddur Sigurðsson og Arnar Arinbjarnar fyrir „NiGolo Kante“ (Stout)
Sérflokkur (mjöður)
- sæti: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „Limeadcello“ (stíll: M3A: Fruit & spice mead)
Áhugaverðasti bjórinn: Dagur Helgason (Dayman’s Brewery) fyrir „A great disturbance in the yeast“ (23B: Flanders red ale)
Flottasta heilrarútlit (gestir kusu): Captain Cosmic (Guðmundur Jónsson og Einar V Bárðarson)
Þá er það orðið ljóst að Arnar, Oddur og Dagur hafa hlotið keppnisrétt fyrir Íslands hönd í samnorrænu úrslitakeppni heimabruggfélaga norðurlandanna sem, haldin verður 22. júní í Stavanger.
Myndir: facebook / Fágun – Félag áhugafólks um gerjun
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt