Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið í júní sl. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum.
Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn, að því er fram kemur á facebook síðu bjórhátíðarinnar.
Mikil matarveisla
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrr ár voru heimagerðar Bratwurzt pylsur á boðstólnum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemming var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar.
Eins og áður, þá kjósa hátíðargestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn.
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)
Myndir: facebook / Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal / Guðmundur Björn Eyþórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt3 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun1 dagur síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólakveðja frá Leiðtoga matvæla- og veitingagreina