Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið í júní sl. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum.
Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn, að því er fram kemur á facebook síðu bjórhátíðarinnar.
Mikil matarveisla
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrr ár voru heimagerðar Bratwurzt pylsur á boðstólnum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemming var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar.
Eins og áður, þá kjósa hátíðargestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn.
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)
Myndir: facebook / Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal / Guðmundur Björn Eyþórsson
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill