Vín, drykkir og keppni
Vel heppnuð bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal
Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal, var haldin í áttunda skiptið í júní sl. Að þessu sinni voru 14 brugghús sem tóku þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Brugghúsin koma sum langar leiðir til að taka þátt í þessari helstu bjórhátíð landsins. Til dæmis, Beljandi frá Breiðdalsvík, Brother‘s Brewery í Vestmannaeyjum og Austri frá Egilsstöðum.
Á næsta ári er svo von á að brugghús frá Ísafirði og Húsavík bætist í hópinn, að því er fram kemur á facebook síðu bjórhátíðarinnar.

Hátíðin er líka mikil matarveisla og í boði voru heimagerðar Bratwurzt pylsur, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork), Pretzel og Argentískar lambasteikarlokur
Mikil matarveisla
Hátíðin er líka mikil matarveisla fyrir gesti, en eins og fyrr ár voru heimagerðar Bratwurzt pylsur á boðstólnum, ásamt „toguðum grís“ (e. pulled-pork). Pretzel-ið var auðvitað á sínum stað. Nú í ár bættist svo við matarframboðið, en argentískar lambasteikarlokur voru grillaðar ofan í hátíðargesti. Mikil og góð stemming var á meðal gesta, enda ekki hægt annað á meðan nægur bjór er til staðar og gnótt matar.
Eins og áður, þá kjósa hátíðargestir bestu þrjá bjóra hátíðarinnar. Að þessu sinni var það Bruggsmiðjan Kaldi sem átti besta bjórinn. Öldur fékk svo verðlaun fyrir 2. og 3. sætið. Öldur fékk einnig verðlaun fyrir besta básinn.
Efstu þrjú sætin voru eftirfarandi fyrir besta bjórinn:
1. Bruggsmiðjan Kaldi – Belgískur Triple
2. Öldur – Blámi (bláberjamjöður)
3. Öldur – Rjóð (kirsuberjamjöður)
Myndir: facebook / Bjórhátíðin á Hólum í Hjaltadal / Guðmundur Björn Eyþórsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni22 klukkustundir síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður










