Markaðurinn
Veitingastjóri – Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar óskar eftir að ráða öflugan veitingastjóra til að sjá um rekstur veitingastaðar hótelsins
Starfið felur í sér yfirumsjón með daglegum rekstri og verkefnum veitingadeildar, svo sem sölu og þjónustu, áætlunun, starfsmannamálum, innkaupum, birgðahaldi, fjármálaumsýslu og að gæðakröfum sé fullnægt ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
HÆFNISKRÖFUR
- Sveinspróf/meistarapróf í framreiðslu kostur
- Talsverð reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
- Færni í samskiptum, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Mjög góðir söluhæfileikar
- Almenn tölvukunnátta
- Öryggisvitund og þekking á HACCP
Gildi Íslandshótela eru:
Fagmennska – Heiðarleiki – Samvinna
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Um hótelið
Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp.
Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni1 dagur síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars