Markaðurinn
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
Arnarstapi er einstök staðsetning með stórkostlega náttúru og áhugi ferðamanna hefur verið sívaxandi.
Til sölu er reksturinn, húsnæðið fyrir veitingastaðinn og selst með öllum tækjum og innbúi.
Staðurinn þekktur fyrir góðan mat, kaffiveitingar, góða þjónustu og létta stemmningu.
Staðurinn er með góðar umsagnir frá viðskiptavinum, sem og frá Trip Advisor og Booking.com.
Stapinn er í góðum rekstri og hafa tekjur vaxið mikið undanfarin ár.
Tekjur 2024 voru 161 milljónir króna og rekstrarhagnaður 51 milljónir króna. Hagnaður eftir skatta 34 milljónir króna.
Veitingastaðurinn hefur aðstöðu innanhúss fyrir 35-40 gesti og 55-65 á útipalli.
Húsnæðið fyrir veitingastaðinn er timburhús og 91,4 fermetrar að stærð. Einnig er möguleiki á stækka staðinn.
Húsið var byggt árið 2017 og er í fínu ásigkomulagi og er vel búið tækjum fyrir veitingarekstur.
Nánari upplýsingar veita:
Kristján Arason, [email protected] gsm: 660-3305
Sigurður Harðarson, [email protected] gsm: 892-6200
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir


















