Vertu memm

Markaðurinn

Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu

Birting:

þann

Stapinn Arnarstapa

Stapinn er í góðum rekstri og hafa tekjur vaxið mikið undanfarin ár.

Til sölu er reksturinn, húsnæðið fyrir veitingastaðinn og selst með öllum tækjum og innbúi.

Tekjur 2023 voru 142 milljónir króna  og með rekstrarhagnað (ebitda) upp á 43 mkr. Fyrstu 8 mánuði ársins 2024 voru tekjurnar 112 milljónir króna.

Arnarstapi er einstök staðsetning með stórkostlega náttúru og fallegar gönguleiðir.

Mikill og vaxandi áhugi ferðamanna er á Snæfellsnesið.

Einnig er töluvert um farþegarútur frá farþegaskipum sem leggjast að á Grundarfirði.

Staðurinn hefur aðstöðu innanhúss fyrir 35-40 gesti og 55-65 á útipalli lögð er áhersla á létt andrúmsloft og er staðurinn þekktur fyrir góðan mat, kaffiveitingar og góða þjónustu.

Staðurinn er með góðar umsagnir frá viðskiptavinum, sem og frá Trip Advisor og Booking.com.

Húsnæðið fyrir veitingastaðinn er timburhús og 91,4 fermetrar að stærð.

Húsið var byggt árið 2017 og er í fínu ásigkomulagi og er vel búinn tækjum fyrir veitingarekstur.

Húsnæði fyrir starfsmenn er einnig til sölu, sem er timburhús, byggt árið 1989, 87 fermetrar að stærð.

Húsnæðið er með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Húsið er staðsett á Arnarstapa og í göngufæri frá staðnum.

Facebook: Stapinn Arnarstapa

Nánari upplýsingar veita:

Auglýsingapláss

Karl Þorsteins, email: [email protected] gsm:896-2916

Kristján Arason, [email protected] gsm: 660-3305

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið