Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn Hornið 35 ára í dag
Hjónin Jakob Hörður Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir opnuðu Hornið, ítalskan veitingastað, við Hafnarstræti 15 í miðbæ Reykjavíkur fyrir 35 árum í dag.
Aðspurður segir Jakob Hörður að velgengni staðarins stafi af vinnusemi, góðu starfsfólki og ánægðum kúnnum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Á þeim 35 árum sem veitingahúsið hefur verið rekið finnst Jakobi þróunin í veitingastaðaflórunni í miðbænum sem og hin stóraukna umferð ferðamanna um landið áhugaverð.
Segja má að Hornið hafi unnið mikilvægt frumkvöðlastarf hvað ítalska matreiðslu varðar.
Allir þessir pastaréttir, lasanja og fleira, fólk vissi varla hvað þetta var. Svo var þetta náttúrulega fyrsti staðurinn sem var með pitsur sem voru bakaðar beint fyrir framan gestina
, segir Jakob í samtali við Fréttablaðið.
Matseðill Hornsins hefur ekki breyst mikið gegnum árin. Þó fannst landsmönnum matreiðslustíllinn ítalski heldur nýstárlegur við tilkomu staðarins.
Sumir réttirnir hafa eflaust komið landanum heldur spánskt fyrir sjónir, en þar má helst nefna snigla í hvítlaukssmjöri.
Gestum Hornsins verður boðið upp á ítalska tíramísú-afmælisköku í eftirrétt í tilefni 35 ára áfangans.
Greint frá í Fréttablaðinu.
Mynd: Smári

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?