Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn Hornið 35 ára í dag
Hjónin Jakob Hörður Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir opnuðu Hornið, ítalskan veitingastað, við Hafnarstræti 15 í miðbæ Reykjavíkur fyrir 35 árum í dag.
Aðspurður segir Jakob Hörður að velgengni staðarins stafi af vinnusemi, góðu starfsfólki og ánægðum kúnnum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Á þeim 35 árum sem veitingahúsið hefur verið rekið finnst Jakobi þróunin í veitingastaðaflórunni í miðbænum sem og hin stóraukna umferð ferðamanna um landið áhugaverð.
Segja má að Hornið hafi unnið mikilvægt frumkvöðlastarf hvað ítalska matreiðslu varðar.
Allir þessir pastaréttir, lasanja og fleira, fólk vissi varla hvað þetta var. Svo var þetta náttúrulega fyrsti staðurinn sem var með pitsur sem voru bakaðar beint fyrir framan gestina
, segir Jakob í samtali við Fréttablaðið.
Matseðill Hornsins hefur ekki breyst mikið gegnum árin. Þó fannst landsmönnum matreiðslustíllinn ítalski heldur nýstárlegur við tilkomu staðarins.
Sumir réttirnir hafa eflaust komið landanum heldur spánskt fyrir sjónir, en þar má helst nefna snigla í hvítlaukssmjöri.
Gestum Hornsins verður boðið upp á ítalska tíramísú-afmælisköku í eftirrétt í tilefni 35 ára áfangans.
Greint frá í Fréttablaðinu.
Mynd: Smári
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast