Vertu memm

Veitingarýni

Veitingastaðurinn Haninn – Veitingarýni

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Haninn - Veitingrýni

Það var um kvöldmatarleytið í gær og ég var í kjúklingastuði, þegar ég átti leið um í Skeifunni í Reykjavík.

Ákvað að kíkja á kjúklingastaðinn Haninn, en ég hafði heyrt allt gott um staðinn. Matseðillinn er einfaldur og ekkert flækjustig.

Pantaði mér hálfan kjúkling sem kostaði 2490 kr., franskar, kokteilsósu, BBQ sósu og gos.

Leggur og læri saman, vængur sér og úrbeinuð bringa. Með þessari uppsetningu náði veitingastaðurinn að bjóða upp á dúnamjúkan, safaríkan og bragðgóðan rétt.

Snögg og góð þjónusta og allt til fyrirmyndar. Mæli klárlega með staðnum.

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið