Frétt
Veitingastaðnum á Hótel Holti lokað
Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur, að því er fram kemur á vefnum frettabladid.is.
Eins og fram hefur komið þá gerðu eigendur DILL Restaurant, KEX hostels og Hótel Holts samkomulag um veitingarekstrur á Hótel Holti um áramótin s.l.
Ragnar Eiríksson, sem var yfirkokkur á DILL, varð yfirkokkur á Holtinu. Ragnar átti að nýta reynslu sína frá rekstri DILL Restaurant, Henne Kirkeby Kro, The Paul, Noma og víðar til að skapa nýtt andrúmsloft á Holtinu sem byggir þó á gömlum og klassískum grunni Hótel Holts.
Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.
Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær.
„Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“
segir Geirlaug .
Mynd: holt.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi