Frétt
Veitingastaðnum á Hótel Holti lokað
Veitingastaðnum Holt á Hótel Holti var lokað í gær eftir rúmlega hálfs árs rekstur í höndum nýrra rekstraraðila. Samkvæmt upplýsingum frá Hótel Holti er óvíst hvenær hann verður opnaður aftur, að því er fram kemur á vefnum frettabladid.is.
Eins og fram hefur komið þá gerðu eigendur DILL Restaurant, KEX hostels og Hótel Holts samkomulag um veitingarekstrur á Hótel Holti um áramótin s.l.
Ragnar Eiríksson, sem var yfirkokkur á DILL, varð yfirkokkur á Holtinu. Ragnar átti að nýta reynslu sína frá rekstri DILL Restaurant, Henne Kirkeby Kro, The Paul, Noma og víðar til að skapa nýtt andrúmsloft á Holtinu sem byggir þó á gömlum og klassískum grunni Hótel Holts.
Hótel Holt var opnað upphaflega árið 1965 og hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar en er í dag rekið af dóttur stofnendanna, Geirlaugu Þorvaldsdóttur.
Geirlaug segir í samtali við Vísi að hún geti lítið tjáð sig um það hvers vegna veitingastaðnum var lokað í gær.
„Við björgum okkur, við erum vön að gera það og þetta fer allt vel að lokum,“
segir Geirlaug .
Mynd: holt.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri