Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðirnir Ísfold Bistro og SKY opna í hádeginu
Ísafold Bistro – Bar & Spa við Þingholtsstræti 3-5 og SKY Lounge & Bar sem staðsettur er á 8. hæð á CenterHotel Arnarhvoli á Ingólfsstræti hafa aukið opnunartímann og er nú opið í hádeginu.
Í fréttatilkynningu segir:
Hádegisopnun Ísafold Bistro – Bar & Spa
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nú opið í hádeginu! Við erum búin að setja saman einstaklega ferskan og bragðgóðan hádegisseðil byggðan upp á dýrindis súpum, fisk- og kjötréttum sem við bjóðum upp á alla daga frá kl. 11:30. Njóttu gæða matargerðar í einstaklega fallegu umhverfi í hjarta borgarinnar. Heimasíða: www.isafoldbistro.is
SKY Lounge & Bar – nú opið í hádeginu
SKY Lounge & Bar er nú opið í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30. Við bjóðum upp á létta og góða rétti eldaða úr fersku hráefni. Við bjóðum einnig upp á einstaklega skemmtilegt brunch að hætti kokksins sem vert er að smakka, allar helgar frá kl. 11:30. Njóttu gæðastundar með góðum mat stórkostlegu útsýni yfir Faxaflóann, Hörpu, Esjuna og miðborgina. Heimasíða: www.skylounge.is
Myndir: aðsendar
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






