Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðirnir Ísfold Bistro og SKY opna í hádeginu
Ísafold Bistro – Bar & Spa við Þingholtsstræti 3-5 og SKY Lounge & Bar sem staðsettur er á 8. hæð á CenterHotel Arnarhvoli á Ingólfsstræti hafa aukið opnunartímann og er nú opið í hádeginu.
Í fréttatilkynningu segir:
Hádegisopnun Ísafold Bistro – Bar & Spa
Ísafold Bistro – Bar & Spa er nú opið í hádeginu! Við erum búin að setja saman einstaklega ferskan og bragðgóðan hádegisseðil byggðan upp á dýrindis súpum, fisk- og kjötréttum sem við bjóðum upp á alla daga frá kl. 11:30. Njóttu gæða matargerðar í einstaklega fallegu umhverfi í hjarta borgarinnar. Heimasíða: www.isafoldbistro.is
SKY Lounge & Bar – nú opið í hádeginu
SKY Lounge & Bar er nú opið í hádeginu alla virka daga frá kl. 11:30. Við bjóðum upp á létta og góða rétti eldaða úr fersku hráefni. Við bjóðum einnig upp á einstaklega skemmtilegt brunch að hætti kokksins sem vert er að smakka, allar helgar frá kl. 11:30. Njóttu gæðastundar með góðum mat stórkostlegu útsýni yfir Faxaflóann, Hörpu, Esjuna og miðborgina. Heimasíða: www.skylounge.is
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt7 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður