Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingamenn biðja túrista um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi
Í gær birti meðlimur í facebook hóp færslu þar sem hann hrósar veitingastaðnum Fernando´s sem staðsettur er við Hafnargötu 28 í Reykjanesbæ, þá ekki bara fyrir góðan mat heldur líka virkt Covid-19 eftirlit/smitvarnir:
„Það komu gestir (túristar) þangað inn í kvöld á meðan við vorum þar og þau voru spurð og beðin um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi sem þau voru ekki búin að fá.
Útskýrt var fyrir gestunum á kurteisin hátt að þau mættu ekki vera innan um annað fólk og ættu að halda sig á hótelinu þangað til niðurstöður úr prófinu liggur fyrir og í framhaldi var þeim vísað til dyra en jafnframt boðin velkomin eftir að þau hefðu fengið sínar niðurstöður.“
Samkvæmt upplýsingum frá covid.is, þá fá komufarþegar upplýsingar um niðurstöðu úr prófi innan sólarhrings, yfirleitt samdægurs eða, ef komutími er eftir kl. 17, næsta dag. Komufarþegum verður tilkynnt um niðurstöðu í rakningarappinu, Rakning C-19, eða í smáskilaboðum. Farþegum sem greinast jákvæðir fá tilkynningu símleiðis.
Þannig að komufarþegar þurfa ekki að sæta sóttkví á meðan þeir bíða niðurstaðna úr prófi, en er bent á að gæta smitvarna og huga að heilsu sinni og annarra.
Fernando’s er Ítalskur veitingastaður sem opnaði 6 árum síðan í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A.
Sjá einnig:
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Árið 2018 flutti Fernandos í nýtt húsnæði, þ.e. aðeins neðar í götunni eða húsnæðið við Hafnargötu 28.
Sjá einnig:
Fernando’s Pizza í nýtt húsnæði – Fernando’s og Keflavík Café sameinast
Mynd: facebook / Fernando’s Restaurant

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas