Viðtöl, örfréttir & frumraun
Veitingamenn biðja túrista um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi
Í gær birti meðlimur í facebook hóp færslu þar sem hann hrósar veitingastaðnum Fernando´s sem staðsettur er við Hafnargötu 28 í Reykjanesbæ, þá ekki bara fyrir góðan mat heldur líka virkt Covid-19 eftirlit/smitvarnir:
„Það komu gestir (túristar) þangað inn í kvöld á meðan við vorum þar og þau voru spurð og beðin um að framvísa niðurstöðum úr covid prófi sem þau voru ekki búin að fá.
Útskýrt var fyrir gestunum á kurteisin hátt að þau mættu ekki vera innan um annað fólk og ættu að halda sig á hótelinu þangað til niðurstöður úr prófinu liggur fyrir og í framhaldi var þeim vísað til dyra en jafnframt boðin velkomin eftir að þau hefðu fengið sínar niðurstöður.“
Samkvæmt upplýsingum frá covid.is, þá fá komufarþegar upplýsingar um niðurstöðu úr prófi innan sólarhrings, yfirleitt samdægurs eða, ef komutími er eftir kl. 17, næsta dag. Komufarþegum verður tilkynnt um niðurstöðu í rakningarappinu, Rakning C-19, eða í smáskilaboðum. Farþegum sem greinast jákvæðir fá tilkynningu símleiðis.
Þannig að komufarþegar þurfa ekki að sæta sóttkví á meðan þeir bíða niðurstaðna úr prófi, en er bent á að gæta smitvarna og huga að heilsu sinni og annarra.
Fernando’s er Ítalskur veitingastaður sem opnaði 6 árum síðan í Reykjanesbæ við Hafnargötu 36A.
Sjá einnig:
Fernando’s er nýr veitingastaður í Reykjanesbæ – Alvöru eldbakaðar pizzur
Árið 2018 flutti Fernandos í nýtt húsnæði, þ.e. aðeins neðar í götunni eða húsnæðið við Hafnargötu 28.
Sjá einnig:
Fernando’s Pizza í nýtt húsnæði – Fernando’s og Keflavík Café sameinast
Mynd: facebook / Fernando’s Restaurant
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni21 klukkustund síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast