Ólafur Sveinn Guðmundsson
Veislukokkurinn fékk óvænta veislu á fimmtugsafmælinu
Ég heyrði skemmtilega sögu hérna um daginn, er hún svona og eiginlega nokkurn veginn sönn.
En það var þannig að kokkurinn var fimmtugur þann laugardaginn, sem er svo sem ekkert til frásögu færandi því það hendir okkur langflest sem betur fer.
Hann hafði nýlega tekið við litlum lofandi veitingastað og var að vinna sjálfur alla daga og kvöld. Rífa upp reksturinn og fá hlutina til að ganga. Það vita það einir sem hafa komið nálægt þessu að þetta er vinna 28 tíma á sólahring.
Allir voru innblandaðir í reksturinn, pabbinn, sonurinn frændur og frænkur. Allir vildu leggja hönd á plóginn til að þetta myndi ganga. Konan komst svo sem ekki mikið þar sem þau eru með ung börn og hún einnig í námi með fullri vinnu. En hún lagði sitt að mörkunum.
Hann hafði alveg verið hættur að spá í afmælisdaginn enda vanur að vinna jól og áramót sem og aðra tyllidaga. Hvað breytti eitt fimmtugsafmæli máli. Sérstaklega hans.
Þetta var jú hans afmæli og hann gat sjálfur ákveðið hvort það yrði lagt á hilluna eða ekki. Enda einhverjir kennarar búnir að panta stórt útskriftar partí sama kvöld og fátt annað í stöðunni en að ljúka því með sóma eins og alltaf.
Hann var ekki óvanur því að leggja sínar þarfir og óskir til hliðar þar til betur hentaði svona svo aðrir gætu notið stóru andartakanna og haldið sínar veislur.
Það varð bara að taka þetta seinna þegar minna var að gera eins og venjulega. Þetta fylgir starfinu.
Hann hafði reyndar gert veikburða tilraun til að gera eitthvað. Aðeins heyrt í fjölskyldumeðlimum hvort ekki væri áhugi fyrir einhverjum kaffi hitting? Kökur eða eitthvað smá svona á sunnudeginum, enda mjög samhent fjölskylda. Þetta var þrátt fyrir allt stórafmæli og innst inni langaði honum að vera með í lífinu.
Nei það passaði flestum mjög illa, fólk var að fara erlendis eða búið að bóka sumarbústaða eða eitthvað annað meira spennandi. Konan líka frekar áhugalaus og upptekin, barnaafmæli hjá krökkunum og eitthvað slíkt í gangi svo það varð bara að sjá hvernig hlutir þróuðust.
Dagurinn líður síðan að kveldi og í nógu er að snúast enda mikið af gestum og stórt partí í undirbúningi.
Veislan fer síðan úr eldhúsi á tilskyldum tíma og aðstoðarfólki sér um að stilla henni upp eins og venja er. Einhverjir höfðu komið og skreytt salinn huggulega fyrr um daginn. Það er ekkert óvenjulegt og hann var ekkert að spá í það.
Kallinn var síðan eitthvað að bardúsa inni eldhúsi og hafði ekkert komist almennilega fram til að skoða lok uppsetninguna á veislunni enda alltaf eitthvað sem kom á milli.
Hann vissi að gestir voru komnir þegar hann var kallaður fram. Veislustjóri og vertinn eitthvað ósáttir og vilja ræða við hann en þetta var víst ekki alveg að gera sig.
Hvað er nú að hugsar hann og rennir yfir hlutina í huganum. Allt á að vera í góðu lagi og ekkert á að vanta. Matur og vín eins og pantað var og allt eftir bókinni.
Þetta er samt eiginlega ekki þetta sem hann nennir að standa í núna. Langaði mest heim enda dagurinn búinn að vera langur. Fer samt fram til að sjá hvað er og að reyna að leysa vandamálið.
Fyrsta manneskja sem hann hittir frammi er konan hans. Síðan sér hann að öll fjölskyldan, vinir og ættingjar eru mættir. Þau höfðu ákveðið að koma honum á óvart á afmælisdeginum og koma með fjallið til Múhameðs.
Veislan sem hafði verið pöntuð var hans eigin afmælisveisla og þarna voru allir samankomnir, vinir og fjölskylda.
Þessi gaur er jaxl og kallar nú ekki allt ömmu sína en hann sagði mér að hann hefði eiginlega farið að skæla eins og lítið barn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði