Frétt
Veira í tómatrækt í Evrópu
Matvælastofnun vill vekja athygli ræktenda garðyrkjuafurða, sér í lagi þeirra er rækta tómat og papriku, á því að nýlegur plöntusjúkdómur hefur greinst í nokkrum löndum Evrópusambandsins sl. mánuði. Um er að ræða vírus af ætt Tobamovírusa sem nefndur er Tomato Brown Rugose Fruit Virus (ToBRFV).
Fyrstu einkenna vírussins varð vart í Ísrael árið 2014 og var hann fyrst greindur í Jórdaníu árið 2015. Á síðasta ári hefur vírusinn greinst í u.þ.b. 6 löndum Evrópusambandsins, nú síðast í Frakklandi og er útbreiðsla hans á meginlandi Evrópu nokkuð hröð. Jafnframt hefur vírusinn greinst í Bandaríkjunum, Mexíkó og Tyrklandi.
Einkenni vírussins eru nokkuð almenn en lýsa sér gjarnan í mari, vanvexti og lýti á ávöxtum. Einnig getur orðið vart við gular og brúnar skellur á ávöxtum. Jafnframt geta svartir og dökkbrúnir blettir myndast á stöngli og laufum plantna.
Vírusinn dreifist helst með snertismiti. Slík smit geta stafað af samgangi, fatnaði, verkfærum og öðru því er kemst í beina snertingu við plöntur. Óvíst er hversu vel vírusinn dreifist með fræi en ekki er hægt að útiloka það. Nýlegar rannsóknir benda jafnframt til þess að vírusinn geti dreift sér með býflugum innan ræktunarstöðvar.
Matvælastofnun vill beina því til allra sem aðkomu eiga að ræktun garðyrkjuafurða að gæta ýtrustu smitvarna við umgang í tómata- og papríkurækt. Mikilvægt er að starfsfólk, sem og aðrir, viðhafi viðeigandi aðgát, smitvarnir og takmarki samgang milli ræktunarrýma og býla eins og kostur er. Stofnunin vísar á leiðbeiningar um viðeigandi smitvarnir í gróðurhúsum.
Matvælastofnun óskar eftir því að þeir sem greini smit hér á landi upplýsi stofnunina um það eins fljótt og auðið er.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Skemmtilegt viðtal við franska bakarameistarann Remy Corbet – Steinn Óskar: how do you like iceland? – Vídeó