Frétt
Veiðitímabil rjúpu verður frá 20. október – 21. nóvember í ár – Enn er sölubann á rjúpum
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 20. október – 21. nóvember í ár. Heimilt verður að veiða rjúpu frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Ítrekað er að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra.
Síðastliðið ár hefur farið fram vinna við stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu og nýtt stofnlíkan fyrir rjúpnastofninn. Dr. Fred Johnson, bandarískur sérfræðingur í líkanagerð og veiðistjórnun við Háskólann í Árósum og Háskólann í Flórída hefur leitt vinnuna og unnið að nýju og endurbættu stofnlíkani.
Markmið með nýrri stjórnunar- og verndaráætlun og nýju stofnlíkani er að efla faglegan grunn veiðistjórnunar, efla traust meðal hagsmunaaðila og stofnana og að auka gagnsæi og fyrirsjáanleika í árlegri veiðistjórnun. Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlun verði skilað til ráðherra á næstu vikum.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:
„Ég er mjög ánægður með þá vinnu sem hefur átt sér stað síðastliðið ár í tengslum við gerð stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpnastofninn. Sú vinna hefur verið unnin af vinnuhópi sem samanstendur af þeim opinberum stofnunum sem koma að málefninu, ráðuneytinu og hagsmunaaðilum.
Vinnunni er ekki lokið og mun hún halda áfram í vetur. Ég bind miklar vonir við að stjórnunar- og verndaráætlun og nýtt stofnlíkan muni gera veiðistjórnun fyrir rjúpuna gagnsærri og fyrirsjáanlegri í framtíðinni.“
Stefna stjórnvalda er að nýting rjúpnastofnsins, líkt og annarra auðlinda, skuli vera sjálfbær. Jafnframt skuli rjúpnaveiðimenn stunda hóflega veiði til eigin neyslu. Til að vinna að sjálfbærri veiðistjórnun eru stundaðar mikilvægar rannsóknir og vöktun á stofninum og fyrir hendi er stjórnkerfi til að stýra veiðinni að viðmiðum um hvað telst sjálfbær nýting.
Er veiðimönnum bent á að kynna sér takmarkanir á veiðum á friðlýstum svæðum og eru þeir hvattir til góðrar umgengi um náttúru landsins.
Efsta mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati