Frétt
Veðurviðvörun frá Hamborgarafabrikkunni
Hamborgarafabrikkan hefur sent frá sér tilkynnningu og vill beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa
hug á að sækja Hamborgarafabrikkuna á Höfðatorgi í dag, þriðjudaginn 10. desember, að vara sig á veðrinu og nýta sér bílastæðakjallarann undir Turninum.
Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið mikill, sérstaklega við enda Turnsins, og hafa slys átt sér stað þegar fólk missir fótanna í vindhviðum.
Einnig er mikilvægt að hafa í huga að það er þjóðráð að skríða í miklum vindi, en alls ekki að reyna hlaupa undan honum. Það getur hreinlega lyft fólki á flug.
Hamborgarafabrikkan starfrækir líka veitingastað í Kringlunni og þar er innangengt beint úr bílastæðahúsi. Báðir staðir verða opnir í dag og á morgun og heitt á grillinu.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni5 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík






