Frétt
Veðurviðvörun frá Hamborgarafabrikkunni
Hamborgarafabrikkan hefur sent frá sér tilkynnningu og vill beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa
hug á að sækja Hamborgarafabrikkuna á Höfðatorgi í dag, þriðjudaginn 10. desember, að vara sig á veðrinu og nýta sér bílastæðakjallarann undir Turninum.
Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið mikill, sérstaklega við enda Turnsins, og hafa slys átt sér stað þegar fólk missir fótanna í vindhviðum.
Einnig er mikilvægt að hafa í huga að það er þjóðráð að skríða í miklum vindi, en alls ekki að reyna hlaupa undan honum. Það getur hreinlega lyft fólki á flug.
Hamborgarafabrikkan starfrækir líka veitingastað í Kringlunni og þar er innangengt beint úr bílastæðahúsi. Báðir staðir verða opnir í dag og á morgun og heitt á grillinu.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars