Frétt
Varað er við þessum matvælum
Varnarefnaleifar í vínberjalaufum
Matvælastofnun varar við neyslu á vínberjalaufum vegna varnarefnaleifa. Fyrirtækið Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn laufin og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti
Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla. Fyrirtækið innkallar vöruna.
Salmonella í SFC kjúklingabitum
Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Take Home Boneless Bucket 650g og SFC Southern Fried Chicken Strips 400g kjúklingabitum vegna salmonellumengunar. Aðföng, sem flytur inn kjúklingabitana, innkallar vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hvað varðar SFC Take Home Boneless Bucket 650g kjúklingabita er um að ræða útvíkkun á fyrri innköllun.
Mynd: mast.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum