Frétt
Varað er við þessum matvælum
Varnarefnaleifar í vínberjalaufum
Matvælastofnun varar við neyslu á vínberjalaufum vegna varnarefnaleifa. Fyrirtækið Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn laufin og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti
Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla. Fyrirtækið innkallar vöruna.
Salmonella í SFC kjúklingabitum
Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Take Home Boneless Bucket 650g og SFC Southern Fried Chicken Strips 400g kjúklingabitum vegna salmonellumengunar. Aðföng, sem flytur inn kjúklingabitana, innkallar vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hvað varðar SFC Take Home Boneless Bucket 650g kjúklingabita er um að ræða útvíkkun á fyrri innköllun.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






