Frétt
Varað er við þessum matvælum
Varnarefnaleifar í vínberjalaufum
Matvælastofnun varar við neyslu á vínberjalaufum vegna varnarefnaleifa. Fyrirtækið Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn laufin og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti
Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla. Fyrirtækið innkallar vöruna.
Salmonella í SFC kjúklingabitum
Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Take Home Boneless Bucket 650g og SFC Southern Fried Chicken Strips 400g kjúklingabitum vegna salmonellumengunar. Aðföng, sem flytur inn kjúklingabitana, innkallar vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hvað varðar SFC Take Home Boneless Bucket 650g kjúklingabita er um að ræða útvíkkun á fyrri innköllun.
Mynd: mast.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi