Vertu memm

Frétt

Varað er við þessum matvælum

Birting:

þann

Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti

Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti

Varnarefnaleifar í vínberjalaufum

Matvælastofnun varar við neyslu á vínberjalaufum vegna varnarefnaleifa. Fyrirtækið Miðausturlandamarkaðurinn flytur inn laufin og selur í verslun sinni. Fyrirtækið hefur stöðvað sölu á vörunni og innkallað með aðstoð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum RASFF viðvörunarkerfi Evrópu og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.

Sjá hér.

Framleiðslugalli á sous vide kjúklingarétti

Matvælastofnun varar við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf. vegna framleiðslugalla. Fyrirtækið innkallar vöruna.

Sjá hér.

Salmonella í SFC kjúklingabitum

Matvælastofnun varar við neyslu á SFC Take Home Boneless Bucket 650g og SFC Southern Fried Chicken Strips 400g kjúklingabitum vegna salmonellumengunar. Aðföng, sem flytur inn kjúklingabitana, innkallar vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hvað varðar SFC Take Home Boneless Bucket 650g kjúklingabita er um að ræða útvíkkun á fyrri innköllun.

Sjá hér.

Mynd: mast.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar