Frétt
Vanmerktir ofnæmisvaldar í samlokum Dagnýjar og co
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af samlokum frá vörumerkinu Dagnýju og co. Merkimiðum var víxlað með þeim afleiðingum að hvorug varan er með rétta innihaldslýsingu, m.a. á ofnæmis- og óþolsvöldum, auk þess að önnur er ranglega merkt VEGAN. Fyrirtækið Álfsaga ehf. er að innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu:
- Vöruheiti: Ranglega merkt „Veggies with avocado humus“
- Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: sesamfræ, sojakyrni, hafraflögur, egg, mjólkurafurðir og sinnepsduft
- Lotunúmer: L346
- Síðasti notkunardagur: 15.12.19
- Vöruheiti: Ranglega merkt „Reykjavik fitness (Veggie)“
- Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: hnetusmjör
- Lotunúmer: L346
- Síðasti notkunardagur: 15.12.19
- Framleiðandi: Álfasaga ehf., Eyrartröð 2A, 220 Hafnarfirði
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og er með ofnæmi eða óþol eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir fyrirtækið Álfasaga ehf. í síma 553 4060.
Mynd: dagnyogco.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir