Frétt
Vanmerktir ofnæmisvaldar í samlokum Dagnýjar og co
Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af samlokum frá vörumerkinu Dagnýju og co. Merkimiðum var víxlað með þeim afleiðingum að hvorug varan er með rétta innihaldslýsingu, m.a. á ofnæmis- og óþolsvöldum, auk þess að önnur er ranglega merkt VEGAN. Fyrirtækið Álfsaga ehf. er að innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu:
- Vöruheiti: Ranglega merkt „Veggies with avocado humus“
- Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: sesamfræ, sojakyrni, hafraflögur, egg, mjólkurafurðir og sinnepsduft
- Lotunúmer: L346
- Síðasti notkunardagur: 15.12.19
- Vöruheiti: Ranglega merkt „Reykjavik fitness (Veggie)“
- Ofnæmis- og óþolsvaldar í ranglega merktri vöru: hnetusmjör
- Lotunúmer: L346
- Síðasti notkunardagur: 15.12.19
- Framleiðandi: Álfasaga ehf., Eyrartröð 2A, 220 Hafnarfirði
Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og er með ofnæmi eða óþol eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir fyrirtækið Álfasaga ehf. í síma 553 4060.
Mynd: dagnyogco.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla