Vertu memm

Markaðurinn

Vanillu- og sítrónu skyrterta með blönduðum berjum

Birting:

þann

Vanillu- og sítrónu skyrterta með blönduðum berjum

Innihald:

200 g heilhveiti- eða hafrakex eftir smekk.

50 g bráðið smjör

400 ml rjómi frá MS Gott í matinn

2 tsk. vanilludropar

2 msk. flórsykur

1 sítróna, börkurinn + safi

1 dós Ísey vanilluskyr

6-8 fersk jarðarber

Ca. 300 g fersk bláber

Auglýsingapláss

Veisluþjónusta - Banner

Aðferð:

 

Myljið kexið í matvinnsluvél og bræðið smjörið. Blandið saman í skál og hellið í eldfast mót. Þrýstið niður í botninn og aðeins upp á kanta. Áferðin á að minna á blautan sand.

Stífþeytið rjómann með vanillunni og flórsykrinum. Raspið sítrónubörkinn saman við og kreistið sítrónusafann úr sítrónunni saman við rjómann. Setjið skyrið saman við rjómablönduna og hrærið varlega saman með sleikju. Takið frá ca. 2 dl af fyllingunni og smyrjið restinni yfir kexbotninn.

Skerið jarðarberin smátt og raðið þeim í fánakross yfir fyllinguna. Setjið það sem þið tókuð frá af fyllingunni í sprautupoka og sprautið litlar doppur meðfram jarðarberjunum. Raðið því næst bláberjunum í ferninga og ljúkið þannig við fánann. Látið kökuna taka sig í nokkra tíma í kæli. Njótið!

Hægt að sjá nánar hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið