Viðtöl, örfréttir & frumraun
Úttekt á gististöðum, hótel- og veitingaupplifunum
Í gegnum árin hefur veitingageirinn.is boðið upp á þjónustu sem gæti komið þínum gististaði eða hóteli til góða bæði sem kynningarefni sem og smá úttekt í skýrsluformi á upplifun fagmanns.
Enginn veit af okkur – No Name
Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk gististaðanna/hótelsins viti ekki af komu okkar, en það er gert til að fá rétta mynd af starfsemi hótelsins, gististaðarins, þjónustunni og upplifuninni í heild sinni.
Við sjáum um að panta herbergið og matinn, innan þeirra marka og tímasetningar sem markaðsdeild gististaðarins og hótelsins hefur samið við okkur um.
Um úttektaraðila:
Hjón sem hafa verið gift í 50 ár og eru komin á eftirlaun.
Hann: matreiðslumeistari með víðtækan bakgrunn.
Hún: starfsmaður á herbergjum og í almennum hótelstörfum.
Þau hafa verið í hótel-, og mötuneytarekstri. Þau hjónin hafa ferðast til fjölda landa og gist á fjölmörgum hótelum í gegnum tíðina og ávallt með vakandi augu fyrir umhverfi og innan svæða. Þau hafa verið dugleg að heimsækja veitingastaði.
Tvær leiðir í boði
Við bjóðum upp á tvær leiðir fyrir alla gististaði og hótel. Hafðu samband í gegnum þetta form (smella hér) eða sendu okkur tölvupóst á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
Ef veitingahús óskar eftir þessari þjónustu, hafið samband á [email protected] fyrir nánari upplýsingar.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?