Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum í MK – Systkini útskrifast

Birting:

þann

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Húfurnar settar upp

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi var haldin við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju dagana 27. og 28. maí sl.

Alls voru útskrifaðir 57 stúdentar frá Menntaskólanum í Kópavogi 28. maí og 9 með lokapróf í bakstri, 11 í framreiðslu og 22 í matreiðslu frá Hótel- og matvælaskólanum. Í ár útskrifuðust 49 iðnmeistarar, 10 matsveinar, 3 matartæknar, 5 ferðaráðgjafar og 27 leiðsögumenn.

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Skólameistari Guðríður Eldey Arnardóttir.

Í ræðu sinni fagnaði skólameistari, Guðríður Eldey Arnardóttir nýjum lögum um háskóla þar sem lokapróf á 3. þrepi er nú jafngilt stúdentsprófi sem inntökuviðmið í háskóla. Jafnframt fjallaði skólameistari um nýja reglugerð um vinnustaðanám sem færir skólanum meira forræði yfir heildstæðu námi til sveinsprófs.

Sjá einnig:

Ný reglugerð um vinnustaðanám

Aðgengi iðnmenntaðra að háskólum samþykkt á Alþingi

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Bjarki Sveinbjörnsson frá Rótarýklúbbnum Borgum afhenti Elenóru Rós Georgesdóttur bakara viðurkenningu fyrir góðan árangur í verknámi.

Eftirtaldir nemendur hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir afburða námsárangur:
Auður Þórhildur Ingólfsdóttir, verkleg matreiðsla
Júlía Khlamova, aðferðafræði matreiðslu
Elva Björk Magnúsdóttir , bestur árangur á lokapróf meistaraskóla
Sóley Huld Árnadóttir, fyrir góðan námsárangur í ferðamálanámi frá Ferðamálaskólanum
Kerstin Geiger, fyrir góðan árangur í almennri leiðsögn frá Leiðsöguskólanum
Helga Medek, fyrir góðan árangur í gönguleiðsögn frá Leiðsöguskólanum

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Baldur Sæmundsson áfangastjóri verknáms ásamt Elvu Björk Magnúsdóttur sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á lokapróf meistaraskóla.

Það var létt yfir gestum athafnarinnar og bjartsýni fyrir framtíðinni.

„megi maturinn ykkar smakkast vel, megi kökurnar verða sætar, veislurnar dýrðlegar og ferðirnar frábærar“

Með þessum orðum kvaddi skólameistari nemendur inn í sumarið og þakkaði veturinn sem var á margan hátt erfiður en lærdómsríkur.

Tvíburasystur dúx og semidúx

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar Kópavogs, Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering dúx skólans, Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Biering semidúx og Nisarat Sengthong Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir frábæran námsárangur í sérgreinum verknáms.

Egill Orri Elvarsson, nýstúdent, og Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, bakari, fluttu ávörp fyrir hönd útskriftarnema og veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur. Nisarat Sengthong Bjarnadóttir fékk verðlaun fyrir hæsta meðaleinkunn á lokaprófi í matreiðslu. Sá sérstæði viðburður átti sér stað að Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Biering varð dúx skólans með meðaleinkunnina 9,89 og tvíburasystir hennar Guðbjörg Viðja varð semidúx með einkunnina 9,70 en árangur Sigurbjargar er sá besti í sögu skólans.

Systkini útskrifast

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Svo skemmtilega vildi til að fimmtudaginn 27. maí útskrifuðust þrjú systkini frá MK, þau Henrý Þór, Þorleifur Karl og Anna María Reynisbörn. Henrý Þór og Þorleifur Karl útskrifuðust sem meistarar í bakaraiðn frá Meistaraskólanum og Anna María sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum.

Útskrift frá Hótel- og matvælaskólanum og Menntaskólanum í Kópavogi - Vor 2021

Þess má einnig geta að við þessa sömu útskriftarathöfn útskrifuðust hjón sem meistarar í matreiðslu og tveir bræður með meistararéttindi í matreiðslu annars vegar og framreiðslu hins vegar. Áfangastjóri verknáms, Baldur Sæmundsson, átti leið í Reynisbakarí nú á dögunum og fannst tilvalið að kippa með sér skírteinum bræðranna til afhendingar en þeir gátu því miður ekki verið viðstaddir athöfnina sl. fimmtudag. Þar sem systir þeirra var í nágrenninu gafst síðan tilefni til að ná þeim öllum saman á mynd.

Myndir: facebook / Menntaskólinn í Kópavogi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið