Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Úrslit úr nýyrðasamkeppni um gott íslenskt orð yfir „take away“ | Get ég fengið útréttan útrétt?

Birting:

þann

Starfsmenn Aha.is

Starfsmenn Aha.is

Á dögunum efndi netverslunin Aha.is til nýyrðasamkeppni um gott íslenskt orð yfir „take away“.  Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en hátt í 2000 tillögur bárust í keppnina, þar af um 1100 ólík orð, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aha.is.

Fyrir vikið var var dómefndinni vandi á höndum og ákveðið var að framlengja umhugsunarfrest hennar og einnig að setja upp skoðanakönnun inná síðu Aha.is með 30 skemmtilegustu tillögunum. Niðurstöður könnunarinnar voru svo hafðar til hliðsjónar við val á vinningsorðinu.

Mörg einkar áhugaverð orð bárust í keppnina, bæði nýyrði eins og orðin gripill og hremma sem og orð þar sem ný merking er bundin við orð sem þegar er til líkt og orðin burðarbiti og farkostur. Sem dæmi um önnur skemmtileg orð má nefna brotterí (af orðinu gotterí), bæring (af orðunum bær og næring), veganesti, ferðaverður, heimabiti, flakksnakk, brottgott, heimalingur og flakkari.

Útréttur er besta orðið yfir „take away“

Að vel ígrunduðu máli komst nefndin og almenningur þó að þeirri niðurstöðu að besta tillagan væri orðið útréttur. Orðið þótti lipurt og auðvelt í notkun auk þess sem orðið réttur getur bæði vísað í nafnorðið réttur (þ.e. ákveðinn matur) sem og sagnorðið að rétta sem þótt mjög viðeigandi í því samhengi að maturinn er réttur út frá veitingastaðnum.

Það voru 6 einstaklingar sem lögðu til orðið útréttur og eins og fram kom í reglum keppninnar er í slíku tilfelli dregið um vinningshafa sem hlýtur að launum iPhone6 og 50.000 kr. inneign á veitingasíðu Aha.is. Það var Inga Sæbjörg Magnúsdóttir sem var dregin úr pottinum og hlýtur aðalverðlaunin. Að auki hljóta allir þeir sem sem lögðu til orðið útréttur 5.000 kr. inneign hjá veitingasíðu Aha.is, segir í tilkynningu frá aha.is.

Aha.is vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í keppninni sem og til þeirra sem gáfu álit sitt í skoðanakönnuninni og vonast til þess að orðið nái fótfestu í íslensku máli í stað enskuslettunnar „Take Away“ sem almennt er notuð í dag.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig nota má orðið útrétt:

Get ég fengið þetta sem útrétt?

Viltu borða í sal eða fá útrétt?

Eigum við að taka útrétt á heimleiðinni?

 

Mynd: aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið