Vertu memm

Keppni

Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu – Jafet Bergmann í verðlaunasæti

Birting:

þann

Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu - Jafet Bergmann í verðlaunasæti

Keppendur.
Mynd: facebook / Nordic Chefs Association

Norðurlandamótið í framreiðslu og matreiðslu var haldið í Herning í Danmörku sl. tvo daga, 18. og 19. mars. Þar voru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um Norðurlandameistaratitilinn.

Keppt var um titlana Matreiðslumaður Norðurlandanna, Framreiðslumaður Norðurlandanna, Ungkokkur Norðurlandanna og Grænkokkur Norðurlandanna.

Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:

Andrea Ylfa Guðrúnardóttir keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna, Iðunn Sigurðardóttir keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna, Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna og Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir um titilinn Grænkokkur Norðurlandanna.

Jafet Bergmann hreppti þriðja sætið og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.

Íslenskir fagmenn keppa í Herning í Danmörku

Heil herdeild af Íslenskum fagmönnum voru í Herning, keppendur, þjálfarar, skipuleggjendur, stuðningsmenn ofl. ofl.
Mynd: Klúbbur matreiðslumeistara.

Úrslit urðu á þessa leið:

Matreiðslumaður Norðurlandanna

1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland

Framreiðslumaður Norðurlandanna

1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland

Ungkokkur Norðurlandanna

1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Ísland

Grænkokkur Norðurlandanna

1. sæti – Noregur

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið