Keppni
Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu – Jafet Bergmann í verðlaunasæti
Norðurlandamótið í framreiðslu og matreiðslu var haldið í Herning í Danmörku sl. tvo daga, 18. og 19. mars. Þar voru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um Norðurlandameistaratitilinn.
Keppt var um titlana Matreiðslumaður Norðurlandanna, Framreiðslumaður Norðurlandanna, Ungkokkur Norðurlandanna og Grænkokkur Norðurlandanna.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna, Iðunn Sigurðardóttir keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna, Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna og Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir um titilinn Grænkokkur Norðurlandanna.
Jafet Bergmann hreppti þriðja sætið og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.
Úrslit urðu á þessa leið:
Matreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland
Framreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland
Ungkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Ísland
Grænkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000