Keppni
Úrslit í norðurlandamótinu í framreiðslu og matreiðslu – Jafet Bergmann í verðlaunasæti
Norðurlandamótið í framreiðslu og matreiðslu var haldið í Herning í Danmörku sl. tvo daga, 18. og 19. mars. Þar voru samankomnir allir helstu framreiðslu-, og matreiðslumeistarar Norðurlandanna sem kepptu um Norðurlandameistaratitilinn.
Keppt var um titlana Matreiðslumaður Norðurlandanna, Framreiðslumaður Norðurlandanna, Ungkokkur Norðurlandanna og Grænkokkur Norðurlandanna.
Þeir sem kepptu fyrir hönd Íslands voru:
Andrea Ylfa Guðrúnardóttir keppti um titilinn Framreiðslumaður Norðurlandanna, Iðunn Sigurðardóttir keppti um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna, Jafet Bergmann Viðarsson í keppninni Ungkokkur Norðurlandanna og Kristín Birta Ólafsdóttir og Sara Káradóttir um titilinn Grænkokkur Norðurlandanna.
Jafet Bergmann hreppti þriðja sætið og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn.

Heil herdeild af Íslenskum fagmönnum voru í Herning, keppendur, þjálfarar, skipuleggjendur, stuðningsmenn ofl. ofl.
Mynd: Klúbbur matreiðslumeistara.
Úrslit urðu á þessa leið:
Matreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Finnland
Framreiðslumaður Norðurlandanna
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Noregur
3. sæti – Finnland
Ungkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Ísland
Grænkokkur Norðurlandanna
1. sæti – Noregur

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu