Keppni
Úrslit í kokkakeppnunum – Vel heppnuð hátíð – Myndir
Local Food Festival 2019 er nú lokið. Margmenni var í Hofi, Menningarhúsi Akureyringa í dag þar sem 38 fyrirtæki tóku á móti gestum og gangandi.
Viðburðir voru margir á sýningunni í ár og krýndir voru Local Food meistara í þremur flokkum.
Forréttarkeppni matreiðslu nema, aðalréttakeppni matreiðslumanna og eftirréttarakeppni bakara og matreiðslunema/-manna.
Forréttarkeppni matreiðslunema:
Forréttur sem verður að innihalda bleikju og blómkál í aðalatriði.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins um lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða.
Keppandi verður að vera skráður á námssamning í matreiðslu.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Bjarni Þór Ævarsson hjá Strikinu.
Aðalréttakeppni matreiðslumanna:
Aðalréttur sem verður að innhalda lamb á tvo vegu.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða
Keppandi verður að vera með sveinsbréf í matreiðslu.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Árni Þór Árnason hjá Strikinu.
Eftirréttarakeppni bakara og matreiðslunema/-manna:
Eftirréttur sem verður að innhalda Ricotta ost og vanillu.
Koma má með allt hráefni unnið og því aðeins lokaeldun og uppstillingu á réttinum að ræða.
Keppandi verður að vera á námssamning/- með sveinsbréf í matreiðslu/- eða bakstri.
Keppandi verður að skila fullbúinni uppskrift og lýsingu réttarins. Eitt eintak til sýnis við keppnisborð með nafni og eitt nafnlaust eintak til dómara. Uppskrift verður eign Klúbbs matreiðslumeistara á norðurlandi.
Sigurvegari – Jón Arnar Ómarsson hjá Strikinu.
Flottustu básarnir:
Veitt voru verðlaun fyrir fallegasta básinn og frumlegasta básinn. Einnig voru veitt verðlaun sem nefnd eru frumkvöðull ársins í mat og matarmenningu.
Fallegasti básinn: Matarkista Skagafjarðar
Frumlegasti básinn: Milli fjöru og fjalla
Frumkvöðull ársins: Norðlenska
Á sýningunni fór fram uppboð þar sem söfnuðust um 250.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Myndir: Linda Ólafsdóttir / Local Food Festival
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana