Vertu memm

Uppskriftir

Uppskrift – Rice Krispies marengsterta

Birting:

þann

Rice Krispies marengsterta

Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. Þessi kláraðist eins og aðrar í afmæli en ég væri næst alveg til í að skeyta hana aðeins með súkkulaði.

5 eggjahvítur
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
2-3 bollar stórir af Rice Krispís

Rice Krispies marengsterta

Stífþeytt saman áður en Rice Krispí er bætt saman við.

Rice Krispies marengsterta

Bætið Rice Krispís varlega saman við með sleif

Rice Krispies marengsterta

Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri/smjörlíki eða smyrjið þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta blöndunni jafnt.

Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)

Rice Krispies marengsterta

Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.

Rice Krispies marengsterta

Mynd: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið