Uppskriftir
Uppskrift – Rice Krispies marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. Þessi kláraðist eins og aðrar í afmæli en ég væri næst alveg til í að skeyta hana aðeins með súkkulaði.
5 eggjahvítur
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
2-3 bollar stórir af Rice Krispís
Stífþeytt saman áður en Rice Krispí er bætt saman við.
Bætið Rice Krispís varlega saman við með sleif
Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri/smjörlíki eða smyrjið þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta blöndunni jafnt.
Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)
Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.
Mynd: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni3 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni