Uppskriftir
Uppskrift – Rice Krispies marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. Þessi kláraðist eins og aðrar í afmæli en ég væri næst alveg til í að skeyta hana aðeins með súkkulaði.
5 eggjahvítur
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
2-3 bollar stórir af Rice Krispís
Stífþeytt saman áður en Rice Krispí er bætt saman við.
Bætið Rice Krispís varlega saman við með sleif
Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri/smjörlíki eða smyrjið þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta blöndunni jafnt.
Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)
Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.
Mynd: Ingunn Mjöll Sigurðardóttir – islandsmjoll.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars