Markaðurinn
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
Það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og ef ekki að nýta janúar til að prófa hollar uppskriftir þá veit ég ekki hvenær.
Hér er á ferðinni poke skál með mínum uppáhalds hráefnum en fólki er að sjálfsögðu frjálst að nota annað grænmeti og svo má líka prufa að skipta kjúklingi út fyrir lax, rækjur eða annað sem ykkur lystir.
Hráefni duga í 4-5 skálar
- 300 g sushigrjón (+salt,hrísgrjónaedik og sykur)
- 800 g kjúklingabringur
- 150 g teriyaki sósa með hvítlauk + meira til að bera fram með
- 350 g edamame baunir
- 1 stórt mangó
- 4 x avókadó
- 400 g gulrætur
- 1 x lime
- 1 krukka salatostur frá Gott í matinn
- ½ blaðlaukur, kóríander og sesamfræ til skrauts
- Ólífuolía
- Kjúklingakrydd
Aðferð:
- Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið að ná stofuhita.
- Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr ólífuolíu + kjúklingakryddi. Hellið teriyaki sósunni yfir í lokin þegar kjúklingurinn er gegnsteiktur og leyfið að hitna í gegn.
Það má einnig stytta sér leið og kaupa eldaðar kjúklingabringur, skera í bita og hita í olíu á pönnu, hella síðan teriyaki sósunni yfir. - Gufusjóðið edamame baunirnar, rífið gulrætur niður og skerið mangó og avókadó í bita.
- Raðið saman í skál eins og ykkur lystir. Hrísgrjónin eru grunnurinn og síðan er gott að hafa vel af kjúklingi. Grænmeti má síðan skammta sér eftir smekk og toppurinn yfir I-ið er að setja vel af salatosti til að njóta með réttinum.
Skoða nánar á www.gottimatinn.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast