Frétt
Upplifun á hærra plani
Það hefur varla farið fram hjá neinum að mikil endurnýjun á sér nú stað á Hótel Sögu. Hluti af endurnýjunarferlinu er matarstefna Hótel Sögu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri með samstilltu átaki starfsmanna og birgja. Í tengslum við matarstefnuna er verið að skilgreina sérstöðu veitingastaða Hótel Sögu.
Grillið á 8. hæð Hótel Sögu hefur nú skapað sér enn frekari sérstöðu á íslenskum veitingamarkaði. Sætum hefur fækkað í 40 en það býður upp á aukin tækifæri fyrir yfirmatreiðslumeistarann Sigurð Laufdal í að hanna samsetta seðla til að auka enn frekar upplifun gesta Grillsins. Nýr opnunartími er frá miðvikudaga til laugardaga 18:00-22:00.
Á sama tíma er byrjað að bjóða upp á hlaðborð í nýuppgerðum Súlnasal. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð er í boði alla daga vikunnar í sumar. Hagræðing í veitingarekstri með endurnýjun er að skila sér að hægt er að bjóða stórglæsilegt hlaðborð á kr. 5.900 á mann. Í haust mun svo splunkunýr og spennandi veitingastaður ásamt veitingasölu opna á 1. hæð hótelsins sem fylgir matarstefnu hótelsins á nýstárlegan hátt. Fjölbreytnin verður því í fyrrirúmi fyrir þá sem sækja Hótel Sögu heim.
Vídeó
Við kynnum til leiks matarstefnuna okkar en hún er grunnurinn í öllum þeim breytingum sem við erum að innleiða í veitingadeildinni okkar á Hótel Sögu. Stefnan í heild sinni er á vefsíðunni okkar https://www.radissonblu.com/is/sagahotel-reykjavik/veitingastadir #HótelSagaRVK #saganhelduráfram #matarstefnan #foodie #fromheadtotail
Posted by Hótel Saga on Wednesday, 16 May 2018
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins






