Frétt
Upplifun á hærra plani
Það hefur varla farið fram hjá neinum að mikil endurnýjun á sér nú stað á Hótel Sögu. Hluti af endurnýjunarferlinu er matarstefna Hótel Sögu sem unnið hefur verið að undanfarin misseri með samstilltu átaki starfsmanna og birgja. Í tengslum við matarstefnuna er verið að skilgreina sérstöðu veitingastaða Hótel Sögu.
Grillið á 8. hæð Hótel Sögu hefur nú skapað sér enn frekari sérstöðu á íslenskum veitingamarkaði. Sætum hefur fækkað í 40 en það býður upp á aukin tækifæri fyrir yfirmatreiðslumeistarann Sigurð Laufdal í að hanna samsetta seðla til að auka enn frekar upplifun gesta Grillsins. Nýr opnunartími er frá miðvikudaga til laugardaga 18:00-22:00.
Á sama tíma er byrjað að bjóða upp á hlaðborð í nýuppgerðum Súlnasal. Glæsilegt kvöldverðarhlaðborð er í boði alla daga vikunnar í sumar. Hagræðing í veitingarekstri með endurnýjun er að skila sér að hægt er að bjóða stórglæsilegt hlaðborð á kr. 5.900 á mann. Í haust mun svo splunkunýr og spennandi veitingastaður ásamt veitingasölu opna á 1. hæð hótelsins sem fylgir matarstefnu hótelsins á nýstárlegan hátt. Fjölbreytnin verður því í fyrrirúmi fyrir þá sem sækja Hótel Sögu heim.
Vídeó
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars