Pistlar
Upp er runninn þessi skemmtilegi dagur – KM 50 ára
Þessi pistil var að mestu skrifaður á hálendi Íslands í ágústmánuði þar sem ég þvældist með erlendum ferðamönnum sem tóku þátt í keppni yfir hálendið. Það að fylgjast með erlendum keppendum slást við hin ýmsu veður sem okkur var boðið uppá í þessum ferðum er áhugavert og fékk mig til að fylgjast nánar með sauðkindinni sem virtist ekki mikið kippa sér upp við hvernig veðrið væri á hverjum tíma.
Á sama tíma var mér hugsað til allra þeirra matreiðslumanna sem vinna hörðum höndum að því að uppfylla óskir gesta á veitingastöðum og hótelum um allt land við mismunandi aðstæður, vinnandi langa daga og jafnvel lítið um frítíma á þessum tímum þar sem allir veitingastaðir og hótel eru full og mikil vöntun er á faglærðu fólki.
Í þessari ferð minni eldaði ég nokkur kvöld í fjallaskálum við misjafnar aðstæður og þó ég segi sjálfur frá var almenn ánægja með þann mat sem ég og mitt fólk bauð uppá. Því miður var ekki hægt að segja það sama um alla þá staði sem við borðuðm á í þessari ferð, þar sem gæði þess matar sem við fegnum var stundum alls ekki í lagi og þurfum við matreiðslumenn að huga vel að því hvað við getum gert til að bæta gæði.
Menntun hefur alltaf verið mér mjög hugleikinn og styrktist ég en frekar í þeirri trú minni að menntun og þjálfun sé lykilatriðið að gæðum og ánægju okkar viðskiptavina. Stóra spurning er samt sú hvernig fáum við ungt fólk til að hefja nám við matreiðslu eða framreiðslu ef við fagfólkið í greinunum tölum greinarnar niður og mælum ekki með því að hefja störf í greinarnar?
Ungt fólk er lykill að framtíð veitingahúsa og hótela, það er mjög mikilvægt að fá fleiri til að hefja nám og klára nám ásamt því að þau hafi áhuga á að starfa áfram við greinarnar. Hvernig gerum við það? Stór spurning sem við sem tengjumst þessum greinum verðum að svara sem fyrst.
Klúbbur matreiðslumeistara hefur verið starfræktur í fimmtíu ár og alla þann tíma hefur menntunn og gæði verið til umfjöllunar hjá félagsmönnum. Nú þurfum við að bæta í og fá fleiri áhugasama til að taka þátt í starfi klúbbsins til auka virðingu allra fyrir þessum störfum og fjölga fagfólki til að vinna með það frábæra hráefni sem við höfum úr að velja hér á landi.
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðslusmeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt7 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s