Starfsmannavelta
Um átján veitingastaðir lokaðir eða farnir í gjaldþrot
Um átján veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur eru enn lokaðir eftir kórónuveirufaraldurinn, hafa lagt upp laupana eða farið í gjaldþrot. Eigandi öldurhúsa segir bareigendur ekki sjá til sólar.
Veitingastaðir og barir hafa ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Veitingamenn segja þó að verulega hafi lifnað við í rekstrinum samhliða tilslökun á samkomubanni og þá hafi fyrirhuguð opnun landamæra jákvæð áhrif.
„Ég held að þetta leggist mjög misjafnt á bransann. Þeir sem eru háðir ferðamennskunni finna mikið fyrir afleiðingum þess að ekki eru opin landamæri. Auðvitað er ein breyta sú að samkeppni hefur heldur minnkað ef eitthvað er.
Mér telst til að það séu um sextán til átján veitingastaðir í 101 og nágrenni sem hafa hreinlega lagt upp laupana, farið í gjaldþrot eða eru í einhvers konar óvissu og eru enn með lokað,“
segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í samtali við RÚV sem fjallar nánar um málið hér.
Fleiri fréttir hér um lokanir, gjaldþrot veitingastaða vegna kórónuveirufaraldursins.
Mynd: skjáskot úr RÚV frétt.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins