Starfsmannavelta
Um átján veitingastaðir lokaðir eða farnir í gjaldþrot
Um átján veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur eru enn lokaðir eftir kórónuveirufaraldurinn, hafa lagt upp laupana eða farið í gjaldþrot. Eigandi öldurhúsa segir bareigendur ekki sjá til sólar.
Veitingastaðir og barir hafa ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Veitingamenn segja þó að verulega hafi lifnað við í rekstrinum samhliða tilslökun á samkomubanni og þá hafi fyrirhuguð opnun landamæra jákvæð áhrif.
„Ég held að þetta leggist mjög misjafnt á bransann. Þeir sem eru háðir ferðamennskunni finna mikið fyrir afleiðingum þess að ekki eru opin landamæri. Auðvitað er ein breyta sú að samkeppni hefur heldur minnkað ef eitthvað er.
Mér telst til að það séu um sextán til átján veitingastaðir í 101 og nágrenni sem hafa hreinlega lagt upp laupana, farið í gjaldþrot eða eru í einhvers konar óvissu og eru enn með lokað,“
segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í samtali við RÚV sem fjallar nánar um málið hér.
Fleiri fréttir hér um lokanir, gjaldþrot veitingastaða vegna kórónuveirufaraldursins.
Mynd: skjáskot úr RÚV frétt.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel10 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri






