Starfsmannavelta
Um átján veitingastaðir lokaðir eða farnir í gjaldþrot
Um átján veitingastaðir í miðborg Reykjavíkur eru enn lokaðir eftir kórónuveirufaraldurinn, hafa lagt upp laupana eða farið í gjaldþrot. Eigandi öldurhúsa segir bareigendur ekki sjá til sólar.
Veitingastaðir og barir hafa ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Veitingamenn segja þó að verulega hafi lifnað við í rekstrinum samhliða tilslökun á samkomubanni og þá hafi fyrirhuguð opnun landamæra jákvæð áhrif.
„Ég held að þetta leggist mjög misjafnt á bransann. Þeir sem eru háðir ferðamennskunni finna mikið fyrir afleiðingum þess að ekki eru opin landamæri. Auðvitað er ein breyta sú að samkeppni hefur heldur minnkað ef eitthvað er.
Mér telst til að það séu um sextán til átján veitingastaðir í 101 og nágrenni sem hafa hreinlega lagt upp laupana, farið í gjaldþrot eða eru í einhvers konar óvissu og eru enn með lokað,“
segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar í samtali við RÚV sem fjallar nánar um málið hér.
Fleiri fréttir hér um lokanir, gjaldþrot veitingastaða vegna kórónuveirufaraldursins.
Mynd: skjáskot úr RÚV frétt.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita