Frétt
Um 150 milljarða glataður virðisauki í ferðaþjónustu árið 2020 vegna COVID-19 – Samdráttur í tekjum veitingahúsa ekki eins mikill
Síðastliðið haust samdi Ferðamálastofa við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) um að rannsaka áhrifaþætti aðlögunarhæfni og seiglu í ferðaþjónustu. Reynslan sýnir að ferðaþjónusta getur verið sveiflukenndur atvinnuvegur.
Það er ekki aðeins að grunneftirspurnin geti verið breytileg heldur geta náttúruhamfarir eins og eldgos, innlendar efnahagsaðstæður eins og gengi krónunnar, kjarasamningar og verkföll og heimsfaraldrar eins og Covid-19 valdið verulegum sveiflum í bæði umsvifum í greininni og afkomu.
Það er því rík ástæða til að hugleiða hvernig ferðaþjónustan getur mætt þessum breytileika og staðið erfið tímabil af sér. Er það megintilgangur með rannsókninni.
Verkefnið er hluti af rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2021-2023 en tilgangur hennar er fyrst og síðast að efla þekkingu á ferðaþjónustu sem lykilatvinnugrein og samspili hennar við aðrar megingreinar í íslensku efnahagslífi. Slík þekking og samsvarandi greiningartæki eru mikilvægur grundvöllur stefnumótunar og ákvarðanatöku stjórnvalda, fyrirtækja í greininni og fjármögnunaraðila þeirra.
RMF hefur nú skilað Ferðamálastofu áfangaskýrslu í verkefninu, sem sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Um er að ræða ítarlega samantekt og greiningu á þeim gögnum sem til eru og nýta má sem tölulegan grundvöll meginályktana rannsóknarinnar. Rannsókn RMF stendur út þetta ár. Henni lýkur með ítarlegri skýrslu um rannsóknarefnið og kynningu rannsóknaraðila á mikilvægustu niðurstöðum á vegum Ferðamálastofu, sem kynnt verður betur síðar.
Í skýrslu RMF kemur m.a. fram að samdráttur í tekjum veitingahúsa var ekki eins mikill og í öðrum greinum ferðaþjónustunnar og hluti veitingastaða á landsbyggðunum upplifði sitt besta sumar árið 2020.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var