Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tveir nýir veitingastaðir opna á Bryggjunni á Akureyri

Bryggjan á Akureyri.
Húsið á sér víðamikla og merkilega sögu. Húsið er rótgróinn hluti af sögu Akureyrarbæjar, þar sem það hefur staðið í ein 140 ár og er jafnframt elsta hús sem stendur á Oddeyri.
Nú standa yfir miklar breytingar á veitingastaðnum Bryggjan á Akureyri, en fyrirhugað er að breyta honum í tvo veitingastaði.
Það eru þeir félagar Pétur Jónsson veitingastjóri og Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumeistari sem standa að verkefninu ásamt Róberti Häsler matreiðslumeistara og eiganda Bryggjunnar. Fyrir tveimur árum síðan var Bryggjunni breytt í afslappaðan „fine dining“ veitingastað og nú á að gera enn betur.
Staðnum verður lokað 31. desember 2022 og hefjast þá miklar framkvæmdir og opnar Bryggjan að nýju 3. janúar 2023. Veitingastaðurinn EYR opnar miðvikudaginn 11. janúar þar sem Bryggjan er nú, en fjallað verður nánar um EYR síðar.
Pizzurnar eiga skilið sinn eigin veitingastað
Við fengum Sigurgeir Kristjánsson yfirmatreiðslumeistara til að segja okkur frá breytingunum:
„Nú fer að verða liðið eitt og hálft ár síðan ég og Pétur veitingastjóri tókum við Bryggjunni og fórum í gríðarlegar breytingar. Það voru alltaf pizzur á seðlinum hérna þegar við byrjuðum.
Við fækkuðum þeim úr rúmlega tuttugu yfir í átta og þróuðum deigið uppá nýtt ásamt sósunni og fleira. Við vorum aldrei nægilega sáttir með vöruna þó svo að það var vel tekið í þær. Við enduðum svo á að taka þær af seðli í september s.l. og síðan þá höfum við verið að prufa okkur áfram enn meira í deiginu, sósunni og öllum sælkeravörunum.
Við urðum í raun það ánægðir með vöruna að okkur fannst hún eiga skilið sinn eigin veitingastað og eftir það var ekki aftur snúið.“
Austur PizzaBar
Í húsinu eru tveir salir, annarsvegar aðal salurinn og svo minni salurinn sem snýr í austur og hefur alltaf verið kallaður austur af starfsfólkinu.
„Þar með var nafnið komið“
, sagði Sigurgeir aðspurður um nafnið á pizzastaðnum sem staðsettur verður í minni salnum, en staðurinn fékk nafnið Austur PizzaBar.
„Við ætlum að leggja mikla áherslu á hágæða hráefni og góð vín í bland við allskyns íslenska handverksbjóra. Við stefnum á að fá inn bruggara, hér og þar af landinu, með sína vöru og kynna hana hjá okkur á svokölluðum bjórkvöldum.
Svo munum við reglulega hrista upp í flórunni og bjóða uppá nýjar pizzur og vín. Þetta verður mikið rokk og ról og andrúmsloftið í takt við það og langar okkur að sjá til þess að upplifunin sé engum öðrum stöðum hérna lík þegar það kemur að flatbökum.“

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas