Markaðurinn
Tvær uppskriftir: Pasta ravioli og Ribeye með jarðskokkamauki
Við hjá Garra fengum Gabríel Kristinn Bjarnason til að setja saman tvær uppskriftir af aðalréttum, pasta ravioli með Achari Tarka sósu og ribey með jarðskokkamauki, laukraguot, bergamot gulrót og demi glaze sósu. (Uppskriftir eru neðar á síðunni)
Gabríel Kristinn Bjarnason útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 2019. Hann starfaði þá á Grillinu á Hótel Sögu en í dag er Gabríel kokkur á veitingastaðnum Dill.
Gabríel hefur verið meðlimur í íslenska Kokkalandsliðinu frá árinu 2021 og hann var aðstoðarmaður Sigurðar Laufdal í Bocuse d’Or árin 2019 til 2021.
Fyrsta sæti í Nordic Young Chef 2022
Þriðja sæti í Kokkur Ársins 2022
Pasta ravioli með Achari Tarka sósu
Pasta:
Setja vatn í pott með salti og olíu og ná upp suðu.
Setja pasta í og sjóða í 3 min, gott er að setja pasta í oliu eftir suðu svo festist ekki saman
Achari Tarka smjör sósa:
200g Achari sósa
50g vatn
200g smjör
1g Natur emul (SOSA)
Aðferð: sjóða upp á vatni og Achari og taka síðan af hita og blanda köldu smjöri saman við með töfrasprota og að lokum Natur emul til að halda bindinguni.
Tómat og perlulauks ragú
100g perlulaukur skorinn í tvent
100g tómatur skorinn í tvent
20g smjör
Timian
Salt
Lemon zest
Aðferð:
Steikja lauk á sári í pönnu síðan bæta við smjöri og tómötum, krydda til með sítrónu zest og timian blöðum.
Ribeye með jarðskokkamauki, lauk ragut, bergamot gulrót og demi glaze sósu
Aðferð: skamta ribeye í 200g steikur, steikja á heitri pönnu í 3 m á hverri hlið, síðan bæta við smjöri og timan og maskera steikina vel. Síðan inní ofn á 190c í 3 min og leyfa að hvíla í allavena 5 min.
Jarðskokka mauk
500g frosnir jarðskokkar frá Ardo
200g Millac rjómi
100g smjör
Salt
Edik
Aðferð. Baka jarðskokka í ofni þangað til mjúkir eða rúmar 40 min á 180c.
Síðan setja jarðskokka í matvinnsluvél og vinna vel saman með rjóma og smjöri þangað til silki mjúkt krem. Smakka til með salt og pipar
Lauk ragut
200g balsamic laukur í dós frá Demetra
50g smjör
Timian
Sítronu timian
Aðfer: taka balsamic lauk í dós og skera niður í 4 helminga, steikja i pott og bæta við smjöri, timian og salt og pipar.
Bergamot gulrót
50g hunang
50g bergamot púrra frá Capfruit
50g olia
Gulrætur að eigin vali
Aðferð: byrja að baka gulrætur á 180c þangað til næstum tilbúnar síðan blanda saman, hunang,bergamot og oliu og velta gulrætum uppúr þvi siðan baka aftur þangað til golden brown.
Demi glaze sósa
1 stk fennel
1 stk blaðlaukur
1 stk laukur
5 stilkar timian
1 lárviðarlauf
10 piparkorn
300 g rauðvín
1 L nautasoð frá Essential Cuisine
100g smjör
1g xantana gum (SOSA)
Aðferð: byrja á að brúna grænmeti og krydd í pott. Síðan bæta við rauðvíni og sjóða það niður um 1/3, bæta við nautasoði og sjóða niður um helming, allt sigtað frá og svo er smjör og zantana bland við með töfrasprota g kryddað með salt og pipar að vild.
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði