Veitingarýni
Torfan – Veitingarýni
Það var rétt fyrir jólin þegar allir voru að missa sig í jólastressinu að ég og frúin ákváðum að gera vel við okkur og kíktum á nýjan stað sem var að opna í gömlu húsi, þar sem áður var veitingarstaðurinn Humarhúsið. Það var mjög vel tekið á mótið okkur þegar við löbbuðum inn í þetta hlýlega, einstaka gamla hús og ég sá strax að það hafði verið tekið til hendinni við að gera staðinn upp en samt passað upp á að halda þessum hlýleika sem var alltaf á Humarhúsinu.
Yfirmatreiðslumeistarinn á Torfunni er enginn annar en Ívar Þórðarsson sem nam fræði sín á Sögu í byrjun aldar og hefur verið yfir matreiðslumaður á stöðum á borð við Lækjabrekku og Ó-Sushi. Það sem þeir gerðu var að taka gamla klassíska rétti og hrista upp í þeim og með því tókst þeim að gera eitthvað nýtt og spennandi. Mikil vinna fór í undirbúning á þessum matseðli veit ég og afreksturinn má sjá hér.
Okkar var vísað til sætis og svo hófst veislan. Réttirnir fóru að flæða út úr eldhúsinu einn af öðrum:
Nautaþynnurnar voru virkilega góðar, létt reykt og yndisleg tómat sulta. Humarinn steinlá með. Frábær byrjun, lofaði virkilega góðu.
Kremaður og mjög ríkur réttur, smjördeigskoddarnir komu með skemmtilega áferð í þetta og sósan alveg frábær. Langt síðan ég hef sé ragout á matseðli.
Vel létt humarsúpa og mjög bragðgóð, vel þétt bragð … Eina að hún hefði mátt vera aðeins heitari.
Virkilega skemmtilegur réttur, létt bragð af salfisknum og gott chorizio, og fullkomin steiking a hörpuskel … Það hefði einnig hentað að fá hann sem fyrsta rétt því hann var svo léttur og ferskur.
Enn og aftur fullkomin eldun a fisknum og mjög hreint bragð í gangi … Vel framkvæmdur réttur, áferð og andstæður mjög skemmtilegar.
Ég er mikill talsmaður þess að nota hross og finnst ekki vera gert nógu mikið úr þessu frábæra hráefni og hér var rétturinn framkvæmdur á frábæran hátt… Mýksta steik sem eg hef fengið í mörg ár, meðlætið mjög gott og sósan fullkomnaði þetta.
Góður réttur sem bauð upp á margar skemmtilegar áferðir.
Þarna var á ferðinni frábær endir á góðu kvöldi.
Heilt yfir kom þessi matur mér á óvart, ég vissi vel að Ívar kann að elda en það er greinilega búið að hugsa vel út í hvert og eitt smáatriði sem gerir upplifunina enn áhugaverðari og það skilar sér vel á diskinn. Það er vandað svo vel til verka að það er mikil spenna að heimsækja þennan stað aftur og ég get mjög vel mælt með að fólk leggi leið sína þangað í pottþétta matarást og ég hreinlega hvet alla sem kunna gott að meta að panta sér borð á Torfunni.
Einnig langar mér að hrósa þjónustunni því hún var mjög fagmannleg án þess að vera of mikil, vantaði aldrei neitt og maður varð lítið var við þjónana sem mér finnst einkenna góða þjónustu. Ég hlakka til að líta einhvertímann aftur inn á þá stráka á Torfunni til að flýja jólin eða eitthvað annað til að gæða mér á virkilega góðum mat í einu fallegasta húsi borgarinnar.
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum