Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tómas og Sigrún kaupa Laugarbakkaskóla undir hótelrekstur | Miklar endurbætur verða gerðar á eigninni
Félag í forsvari hjónanna Tómasar Kristjánssonar og Sigrúnar Guðmundsdóttur hefur fest kaup á Laugarbakkaskóla í Miðfirði af Húnaþingi vestra. Um er að ræða skólahús, byggt á árunum 1970 til 1991, með kennslustofum, heimavist, mötuneyti, íþróttahúsi og íbúðum, auk einbýlishúss og parhúss.
Heildarflatamál fasteignanna er tæpir 4.000 fermetrar. Kaupverð er ekki gefið upp, en unnið er nú að stofnun formlegs rekstrarfélags um eignina. Síðastliðið vor lagðist starfsemi Laugarbakkaskóla niður og fluttist kennsla í haust frá Laugarbakka til Hvammstanga. Undanfarin ár hefur Hótel Edda rekið sumarhótel að Laugarbakka, og lýkur þeim leigusamningi í ágústlok 2015.
Húsnæðið verður afhent þeim Tómasi og Sigrúnu þann 1. október 2015. Þau hjónin eru vel að sér í veitingarekstri og voru á meðal eigenda af Steikhúsinu á Tryggvagötu og Kjallaranum í miðbæ Reykjavíkur, en þau opnuðu Kjallarann í maí s.l. og seldu síðan Steikhúsið og Kjallarann á árinu sem var að líða.
Að sögn Tómasar, er stefnt á umfangsmiklar endurbætur á húsnæðinu með það að markmiði að gera eignina heppilegri til hótelreksturs auk þess að standsetja fjölnotahús, sem nýst getur fyrir alls kyns ráðstefnur og uppákomur. Stefnt er að rekstri heilsárshótel af 3ja stjörnugæðum, allt að 50 herbergjum með WC og sturtum.
Stefnt er að opnun hótelsins vorið 2016. Gera má ráð fyrir að með rekstri þess skapist 6-8 heilsársstörf og allt að 16 á háannatíma. Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, er ánægð með þessa sölu. Segir hún mikinn kraft og metnað í Húnaþingi vestra í uppbyggingu afþreyingar og þjónustu við ferðamenn.
Með fjölgun gistiherbergja og auknum gæðum í þjónustu sem í boði er, nýtast núverandi fjárfestingar ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu enn betur og ný tækifæri skapast í kjölfarið fyrir sveitarfélagið allt.
Myndir: hoteledda.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni5 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin