Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tobba Marinós opnar nýjan veitingastað
Nýr veitingastaður opnar í mars úti á Granda þar sem 17 sortir voru áður til húsa. Tobba Marinósdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, ásamt fjölskyldu eru eigendur veitingastaðarins sem hefur fengið nafnið Granólabarinn.
Granólabarinn er kaffi-, veitingastaður og heilsufæðisverslun þar sem boðið verður upp á sykurlausar kræsingar.
„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickersgranólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“
segir Tobba í samtali við Smartland á mbl.is.
Tobba Marinósdóttir og móðir hennar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, hófu í fyrra að framleiða handgert granóla úr íslenskum höfrum og án viðbætts sykurs sem hefur verið fáanlegt í Bónus, Nettó, Hagkaup og nú bætist Granólabarinn við.
Myndir: facebook / Granólabarinn og Náttúrulega gott
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan