Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tobba Marinós opnar nýjan veitingastað
Nýr veitingastaður opnar í mars úti á Granda þar sem 17 sortir voru áður til húsa. Tobba Marinósdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, ásamt fjölskyldu eru eigendur veitingastaðarins sem hefur fengið nafnið Granólabarinn.
Granólabarinn er kaffi-, veitingastaður og heilsufæðisverslun þar sem boðið verður upp á sykurlausar kræsingar.
„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickersgranólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“
segir Tobba í samtali við Smartland á mbl.is.
Tobba Marinósdóttir og móðir hennar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, hófu í fyrra að framleiða handgert granóla úr íslenskum höfrum og án viðbætts sykurs sem hefur verið fáanlegt í Bónus, Nettó, Hagkaup og nú bætist Granólabarinn við.
Myndir: facebook / Granólabarinn og Náttúrulega gott

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata