Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Tobba Marinós opnar nýjan veitingastað
Nýr veitingastaður opnar í mars úti á Granda þar sem 17 sortir voru áður til húsa. Tobba Marinósdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, ásamt fjölskyldu eru eigendur veitingastaðarins sem hefur fengið nafnið Granólabarinn.
Granólabarinn er kaffi-, veitingastaður og heilsufæðisverslun þar sem boðið verður upp á sykurlausar kræsingar.
„Matseðilinn verður samsettur af vinsælustu réttum fjölskyldunnar svo sem snickersgranólastykkjum, nicecream og hristingum. Ekkert viðbætt rugl og engar aukaafurðir. Fallegur matur fyrir alla. Við munum aldrei selja neitt (nema mögulega kaffi) sem yngsta barnið í fjölskyldunni má ekki borða,“
segir Tobba í samtali við Smartland á mbl.is.
Tobba Marinósdóttir og móðir hennar Guðbjörg Birkis Jónsdóttir, hófu í fyrra að framleiða handgert granóla úr íslenskum höfrum og án viðbætts sykurs sem hefur verið fáanlegt í Bónus, Nettó, Hagkaup og nú bætist Granólabarinn við.
Myndir: facebook / Granólabarinn og Náttúrulega gott
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Keppni6 dagar síðanSkráning hafin í fyrstu kokteilakeppni ársins









