Markaðurinn
Þykkvabæjar hætta framleiðslu á frönskum kartöflum
Í 36 ár hefur Þykkvabæjar framleitt franskar fyrir íslenskan matvörumarkað og eru mörg heimili sem hafa notað vöruna svo áratugum skiptir. Við tilkynnum því miður í dag að Þykkvabæjar mun ekki halda áfram framleiðslu á frönskum kartöflum.
Þykkvabæjar hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og hefur sem dæmi ekki framleitt snakk frá árinu 2017, við erum þó gífurlega stolt af þeim breytingum sem hafa átt sér stað og erum við í dag meðal þeirra fremstu í flokki á framleiðslu á tilbúnum réttum og fleira meðlæti sem margir notast við daglega í eldamennskunni.
Kartöflur eru og hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Þykkvabæjar og samstarfið sem við höfum átt við Íslenska kartöflubændur hefur alltaf verið ein af lykil áherslum okkar og mun vera um ókomna tíð.
Við sendum þakkir til allra okkar viðskiptavina og hlökkum til komandi tíma.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






