Vertu memm

Markaðurinn

Þykkvabæjar hætta framleiðslu á frönskum kartöflum

Birting:

þann

Franskar kartöflur

Í 36 ár hefur Þykkvabæjar framleitt franskar fyrir íslenskan matvörumarkað og eru mörg heimili sem hafa notað vöruna svo áratugum skiptir. Við tilkynnum því miður í dag að Þykkvabæjar mun ekki halda áfram framleiðslu á frönskum kartöflum.

Þykkvabæjar hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og hefur sem dæmi ekki framleitt snakk frá árinu 2017, við erum þó gífurlega stolt af þeim breytingum sem hafa átt sér stað og erum við í dag meðal þeirra fremstu í flokki á framleiðslu á tilbúnum réttum og fleira meðlæti sem margir notast við daglega í eldamennskunni.

Kartöflur eru og hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Þykkvabæjar og samstarfið sem við höfum átt við Íslenska kartöflubændur hefur alltaf verið ein af lykil áherslum okkar og mun vera um ókomna tíð.

Við sendum þakkir til allra okkar viðskiptavina og hlökkum til komandi tíma.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið