Sverrir Halldórsson
Þrír Frakkar hjá Úlfari – Klassískur íslenskur sjávarréttarstaður | Veitingarýni
Í tilefni þess að haldið var upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þótti mér tilhlýðilegt að bjóða móður minni í hádegisverð í tilefnis dagsins og fyrir valinu varð Þrír Frakkar hjá Úlfari við Baldursgötu 17 í Reykjavík.
Við vorum mætt klukkan 11:30 og fyrstu gestirnir og Úlfar settist hjá okkur og tók stutt spjall, en svo kallaði skyldan og við snerum okkur að matseðlinum og var eftirfarandi pantað:
2 pepsi max á kantinn.
Svo kom brauð og smjör og skál með harðfiski, flott.
Í mínum huga er þetta terrine en ekki paté, en mjög gott bragð og sósan hæfilega sæt á móti og sýran kom úr smágúrkunni.
Alvöru hótelsúpa eins og sagt var í gamla daga, virkilega góð.
Mjög góður fiskur, ferskt grænmeti og góðar kartöflur, óaðfinnalegt.
Þær voru nú steiktar med well fyrir móður mína með sykurbrúnuðum kartöflum, eplasalati, fersku grænmeti og þykkri villisveppasósu, alveg eins og hún vildi hafa það mjög ánægð.
Þjónustan var ljúf og þægileg og passaði að þegar við vorum að fara þá dreif fólk að til að borða.
Mamma var svo hrifin að hún vill fara í haust til Úlfars og fá alvöru kótilettur í raspi með alles.
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt6 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn5 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn4 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir3 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Markaðurinn2 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
















