Vertu memm

Frétt

Lækkar verðið til frambúðar eftir vel heppnað afmælistilboð

Birting:

þann

Þrír frakkar

Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari var stofnaður 1. mars 1989

Veitingastaðurinn Þrír frakkar átti 30 ára afmæli 1. mars s.l. og að því tilefni bauð staðurinn upp á 30% afslàtt af matseðli.

Afmælistilboðið sló í gegn og var fullt út að dyrum á afmælinu.  Í beinu framhaldi ákvað eigendur að framlengja tilboðið út marsmánuð.  Gestum fjölgaði um 30% á staðnum í mars.

Sjá einnig: Þrír frakkar lækkaði verðið á matseðlinum og gestum fjölgaði um þriðjung

Í tilkynningu frá Þremur Frökkum í gær segir:

„Kæru vinir til sjávar og sveita.
Þar sem afmælis tilboð okkar í mars fékk svona glimrandi viðtökur og jákvæða umræðu, ætlum við að halda áfram á sömu braut og lækka verð á matseðli um 20% til frambúðar. Þökkum frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur.
Kveðja
Staffið á Frökkunum“

 

Mynd: facebook / Þrír Frakkar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið