Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þráinn Freyr valinn matreiðslumaður ársins
Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, hlaut titilinn matreiðslumaður ársins, en úrslitakeppnin um þann titil fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Þar stendur nú yfir matvælasýningin Matur-inn 2007 en þar sýna framleiðendur á Norðurlandi afurðir sínar.
Fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita, þeir Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Keppnisfyrirkomulag var svokölluð Óræða karfan en þá fá keppendur í hendur hráefni við upphaf keppninnar og þeir þurfa síðan að gera sitt besta úr því.
Mynd (c) 2007 – Jón Svavarsson – Mótív Media
mbl.is

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata