Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þráinn Freyr valinn matreiðslumaður ársins
Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, hlaut titilinn matreiðslumaður ársins, en úrslitakeppnin um þann titil fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Þar stendur nú yfir matvælasýningin Matur-inn 2007 en þar sýna framleiðendur á Norðurlandi afurðir sínar.
Fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita, þeir Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Keppnisfyrirkomulag var svokölluð Óræða karfan en þá fá keppendur í hendur hráefni við upphaf keppninnar og þeir þurfa síðan að gera sitt besta úr því.
Mynd (c) 2007 – Jón Svavarsson – Mótív Media
mbl.is
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu





