Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þráinn Freyr valinn matreiðslumaður ársins
Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, hlaut titilinn matreiðslumaður ársins, en úrslitakeppnin um þann titil fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Þar stendur nú yfir matvælasýningin Matur-inn 2007 en þar sýna framleiðendur á Norðurlandi afurðir sínar.
Fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita, þeir Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Keppnisfyrirkomulag var svokölluð Óræða karfan en þá fá keppendur í hendur hráefni við upphaf keppninnar og þeir þurfa síðan að gera sitt besta úr því.
Mynd (c) 2007 – Jón Svavarsson – Mótív Media
mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt22 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu





