Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þráinn Freyr valinn matreiðslumaður ársins
Þráinn Freyr Vigfússon, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, hlaut titilinn matreiðslumaður ársins, en úrslitakeppnin um þann titil fór fram í Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag. Þar stendur nú yfir matvælasýningin Matur-inn 2007 en þar sýna framleiðendur á Norðurlandi afurðir sínar.
Fimm matreiðslumenn kepptu til úrslita, þeir Ari Freyr Valdimarsson, Grillinu, Eyjólfur Gestur Ingólfsson, Iðusölum, Þórarinn Eggertsson, Múlakaffi, Þráinn Freyr Vigfússon, Grillinu og Ægir Friðriksson, Grillinu.
Keppnisfyrirkomulag var svokölluð Óræða karfan en þá fá keppendur í hendur hráefni við upphaf keppninnar og þeir þurfa síðan að gera sitt besta úr því.
Mynd (c) 2007 – Jón Svavarsson – Mótív Media
mbl.is

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Vín, drykkir og keppni9 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?