Uppskriftir
Þorskur með möndluhjúp
Hvítur fiskur er ótrúlegt hráefni. Þorskur, ýsa, langa, steinbítur, rauðspretta, smálúða sem dæmi. Svo mikið magn af próteini, nánast ekkert annað og svo mikið gott hægt að gera. Maður ætti að borða hvítan fisk eins oft og maður getur. Ég bakaði steinseljurót og blaðlauk með fisknum því ég átti það til en það er hægt að baka það grænmeti sem maður vill. Gulrætur, sætar kartöflu, brokkolí, kartöflur sem dæmi. Hér er annars uppskriftin alveg eins og ég gerði hana.
Þorskur með möndluhjúp – Fyrir 4
1 stk steinseljurót
1 stk blaðlaukur
Olía
Salt og pipar
Aðferð:
Hitaðu ofninn upp í 200°c. Skrældu steinseljurótina og skerðu hana í kubba. Skerðu svo blaðlaukinn niður líka. Settu þetta í skál, helltu olíu yfir og kryddaðu með salti og pipar. Settu smjörpappír á ofnskúffu og dreyfðu grænmetinu yfir hana. Eldaðu grænmetið í 20 mínútur og undirbúðu fiskinn á meðan.
600 g þorskhnakkar
3 msk ólífuolía
2 msk sítrónusafi
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
1 lúka fersk steinselja, fínt söxuð
60 g hakkaðar möndlur
1 msk papriku duft
Salt og pipar
Aðferð:
Skerðu fiskinn niður í bita. Þerraðu hann vel með eldhúspappír. Settu allt hitt hráefnið saman í skál og blandaðu saman. Taktu grænmetið út úr ofninum og færðu það á annan helminginn af ofnskúffunni.
Raðaðu svo fiskinum á hinn helminginn og kryddaðu hann með salti og pipar. Settu svo möndluhjúpinn ofan á fiskbitana með höndunum og mótaðu hann til. Bakaðu áfram í 10-12 mínútur (fer eftir hversu þykkur fiskurinn er).
Ef þú ert ekki viss á því hvort fiskurinn sé tilbúinn þá getur þú bara slökkt á ofninum og leyft honum að dóla aðeins áfram inni.
Ég gerði svo vinaigrette til að hafa með. Þessi dressing passar svakalega vel fisknum og grænmetinu og svo var ég líka með salat með.
2 msk balsamic edik
2 msk hunang
1 msk Dijon sinnep
100-150 ml ólífuolía
Aðferð:
Pískaðu ediki, hunangi og sinnepi saman í skál. Helltu svo olíunni saman við í mjórri bunu og pískaðu áfram saman.
Höfundur er Hrefna Sætran

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum