Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson er vínþjónn ársins 2016

Birting:

þann

Vínþjónn ársins 2016 - Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Vínþjónn ársins 2016
Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson

Keppnin vínþjónn ársins 2016 var haldin síðastliðinn sunnudag á Hilton Nordica.  Það var til mikils að vinna en sigurvegarinn fer fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramót Vínþjóna í Argentínu sem haldið verður dagana 15. – 20. apríl næstkomandi.

Keppnin var æsispennandi að vanda, í undanúrslitum tókust keppendur á við skriflegt próf, skriflegt blindsmakk á léttu og sterku áfengi ásamt framreiðslu á freyðivíni.

Það voru svo 3 keppendur sem kepptu til úrslita.  Þeir Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson, Ástþór Sigurvinsson og Peter Hansen.

Úrslitin voru svo öll á verklega sviðinu en þar þurftu þeir að fást við umhellingu, leiðréttingu á vínseðli, pörun á mat og víni ásamt munnlegu blindsmakki á fjórum vínum Og 6 sterkum drykkjum.

Það var svo Þorleifur „Tolli“ Sigurbjörnsson sem hlaut sigur úr býtum en þetta var í fysta sinn í 15 ár sem hann tekur þátt í vínþjónakeppni og hefur sannarlega engu gleymt.

 

Skrifað af Brandi Sigfússyni

Veitingageirinn.is - Fréttavefur um mat og vín. Netfang: [email protected]

Viðburðir

desember, 2022

Auglýsingapláss

Merktu okkur: @veitingageirinn

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:

Mest lesið