Markaðurinn
Þorbjörn ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg
Þorbjörn Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg og hefur hann þegar hafið störf.
Þorbjörn hefur unnið lengi við sölu og markaðsmál en seinast vann hann sem sölustjóri iðnaðar og sjávarútvegs hjá Odda / Kassagerð Reykjavíkur, áður vann hann sem sölustjóri fyrirtækjasviðs Nóa Síríusar en einnig starfaði hann sölustjóri hjá Rational í Þýskalandi, en Rational framleiðir gufusteikingarofna og fleira fyrir stóreldhús sem Bako Ísberg er umboðsaðili fyrir.
Þorbjörn rak fyrirtækið www.veitingavorur.is en Bako Ísberg keypti nýlega fyrirtækið og viðskiptasambönd þess og mun Þorbjörn halda áfram að sjá um þær tengingar og er viðskiptavinum þess bent á að hafa samband við Þorbjörn hjá Bako Ísberg.
Á árunum 2000 – 2008 starfaði Þorbjörn sem sölumaður hjá Bako Ísberg og má því segja að Þorbjörn sé komin aftur á heimaslóðir.
Þorbjörn er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá Business Academy South West og er einnig með fjármála og rekstrargrunn frá NTV en Þorbjörn hefur einnig lokið námsgráðu sem matreiðslumaður.
Þorbjörn segir Bako Ísberg vera afar framsækið fyrirtæki eins og sést glöggt á vörumerkjum fyrirtækisins sem eru með þeim þekktustu í þessum geira í heiminum í dag.
Bako Ísberg býður Þorbjörn hjartanlega velkominn til starfa í ört stækkandi fyrirtæki.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt