Markaðurinn
Þorbjörn ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg
Þorbjörn Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg og hefur hann þegar hafið störf.
Þorbjörn hefur unnið lengi við sölu og markaðsmál en seinast vann hann sem sölustjóri iðnaðar og sjávarútvegs hjá Odda / Kassagerð Reykjavíkur, áður vann hann sem sölustjóri fyrirtækjasviðs Nóa Síríusar en einnig starfaði hann sölustjóri hjá Rational í Þýskalandi, en Rational framleiðir gufusteikingarofna og fleira fyrir stóreldhús sem Bako Ísberg er umboðsaðili fyrir.
Þorbjörn rak fyrirtækið www.veitingavorur.is en Bako Ísberg keypti nýlega fyrirtækið og viðskiptasambönd þess og mun Þorbjörn halda áfram að sjá um þær tengingar og er viðskiptavinum þess bent á að hafa samband við Þorbjörn hjá Bako Ísberg.
Á árunum 2000 – 2008 starfaði Þorbjörn sem sölumaður hjá Bako Ísberg og má því segja að Þorbjörn sé komin aftur á heimaslóðir.
Þorbjörn er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá Business Academy South West og er einnig með fjármála og rekstrargrunn frá NTV en Þorbjörn hefur einnig lokið námsgráðu sem matreiðslumaður.
Þorbjörn segir Bako Ísberg vera afar framsækið fyrirtæki eins og sést glöggt á vörumerkjum fyrirtækisins sem eru með þeim þekktustu í þessum geira í heiminum í dag.
Bako Ísberg býður Þorbjörn hjartanlega velkominn til starfa í ört stækkandi fyrirtæki.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla