Markaðurinn
Þorbjörn ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg
Þorbjörn Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg og hefur hann þegar hafið störf.
Þorbjörn hefur unnið lengi við sölu og markaðsmál en seinast vann hann sem sölustjóri iðnaðar og sjávarútvegs hjá Odda / Kassagerð Reykjavíkur, áður vann hann sem sölustjóri fyrirtækjasviðs Nóa Síríusar en einnig starfaði hann sölustjóri hjá Rational í Þýskalandi, en Rational framleiðir gufusteikingarofna og fleira fyrir stóreldhús sem Bako Ísberg er umboðsaðili fyrir.
Þorbjörn rak fyrirtækið www.veitingavorur.is en Bako Ísberg keypti nýlega fyrirtækið og viðskiptasambönd þess og mun Þorbjörn halda áfram að sjá um þær tengingar og er viðskiptavinum þess bent á að hafa samband við Þorbjörn hjá Bako Ísberg.
Á árunum 2000 – 2008 starfaði Þorbjörn sem sölumaður hjá Bako Ísberg og má því segja að Þorbjörn sé komin aftur á heimaslóðir.
Þorbjörn er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá Business Academy South West og er einnig með fjármála og rekstrargrunn frá NTV en Þorbjörn hefur einnig lokið námsgráðu sem matreiðslumaður.
Þorbjörn segir Bako Ísberg vera afar framsækið fyrirtæki eins og sést glöggt á vörumerkjum fyrirtækisins sem eru með þeim þekktustu í þessum geira í heiminum í dag.
Bako Ísberg býður Þorbjörn hjartanlega velkominn til starfa í ört stækkandi fyrirtæki.
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






