Markaðurinn
Þorbjörn ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg
Þorbjörn Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá Bako Ísberg og hefur hann þegar hafið störf.
Þorbjörn hefur unnið lengi við sölu og markaðsmál en seinast vann hann sem sölustjóri iðnaðar og sjávarútvegs hjá Odda / Kassagerð Reykjavíkur, áður vann hann sem sölustjóri fyrirtækjasviðs Nóa Síríusar en einnig starfaði hann sölustjóri hjá Rational í Þýskalandi, en Rational framleiðir gufusteikingarofna og fleira fyrir stóreldhús sem Bako Ísberg er umboðsaðili fyrir.
Þorbjörn rak fyrirtækið www.veitingavorur.is en Bako Ísberg keypti nýlega fyrirtækið og viðskiptasambönd þess og mun Þorbjörn halda áfram að sjá um þær tengingar og er viðskiptavinum þess bent á að hafa samband við Þorbjörn hjá Bako Ísberg.
Á árunum 2000 – 2008 starfaði Þorbjörn sem sölumaður hjá Bako Ísberg og má því segja að Þorbjörn sé komin aftur á heimaslóðir.
Þorbjörn er með BA gráðu í sölu og markaðsfræðum frá Business Academy South West og er einnig með fjármála og rekstrargrunn frá NTV en Þorbjörn hefur einnig lokið námsgráðu sem matreiðslumaður.
Þorbjörn segir Bako Ísberg vera afar framsækið fyrirtæki eins og sést glöggt á vörumerkjum fyrirtækisins sem eru með þeim þekktustu í þessum geira í heiminum í dag.
Bako Ísberg býður Þorbjörn hjartanlega velkominn til starfa í ört stækkandi fyrirtæki.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






