Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Thomas Keller heimsækir Addison og heilsar öllum í eldhúsinu – Myndband

Birting:

þann

Thomas Keller heimsækir Addison og heilsar öllum í eldhúsinu - Myndband

Daniel Calvert, Williams Bradley og Thomas Keller

Addison er þriggja Michelin stjörnu veitingastaður staðsettur í San Diego í Kaliforníu. Veitingastaðurinn hefur skapað sér sterka stöðu fyrir einlægni, glæsileika og ósvikna matargerðarlist. Williams Bradley yfirkokkur stýrir Addison af festu og fagmennsku og hefur veitingastaðurinn á undanförnum árum orðið eitt af skýrustu dæmunum um Kaliforníu matargerðarlist.

Heimsókn Thomas Keller var því ekki aðeins ánægjuleg kvöldstund heldur mun áhrifameiri viðburður. Hún var endurfundur milli kennara og lærisveins, því mörgum árum áður en Bradley leiddi Addison til þriðju Michelin stjörnunnar var hann handvalinn af Keller sem lærisveinn í virtum matreiðslukeppnum.

Tími hans á The French Laundry varð til þess að hann hóf að láta sig dreyma um dag eins og þennan og segja má að heimsókn Keller hafi lokað hringnum sem myndaðist í upphafi ferils hans.

Þetta var einstakur viðburður á vegum Addison þar sem Daniel Calvert, nú yfirkokkur á þriggja stjörnu Sézanne í Tókýó, tók þátt sem gestakokkur. Áður en Calvert náði þeim árangri mótaði hann hæfileika sína hjá Per Se í New York þar sem hann starfaði sem aðstoðarkokkur undir stjórn Thomas Keller.

Eldhúsið var því í raun vettvangur endurfunda og fagmennsku þar sem þekking, menntun og metnaður runnu saman. Áður en Keller settist að borði kíkti hann í eldhúsinu, heilsaði öllum í teyminu, skrifaði á matreiðslubækur og tók myndir með kokkunum.

Myndband

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ganga um eldhúsið með hlýju og virðingu.

Matseðill kvöldsins

Thomas Keller heimsækir Addison og heilsar öllum í eldhúsinu - Myndband

Myndir: facebook / Addison Restaurant

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið