Markaðurinn
Þjónustufulltrúi – Framtíðarstarf
Við leitum að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund til að starfa í öflugu þjónustuteymi Garra.
Gæði og góð þjónusta er það sem starfsmenn Garra hafa ástríðu fyrir. Við óskum eftir að ráða starfsmann með ríka þjónustulund til starfa í öflugt teymi þjónustuborðs Garra. Ef þú hefur áhuga á starfinu, biðjum við þig um að senda okkur ferilskrá og kynningarbréf sem útskýrir áhuga þinn á starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun og samskipti við viðskiptavini
- Taka hlýlega á móti viðskiptavinum og öllum gestum Garra
- Sala, þjónusta og eftirfylgni pantana
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og jákvæðni
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð hugsun
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
- Stúdentspróf eða samsvarandi menntun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af starfi þjónustufulltrúa er kostur
Fríðindi
- Frábærir samstarfsfélagar
- Gott mötuneyti
- Íþróttastyrkur
- Afslættir á vörum Garra
Umsóknarfrestur 07.03.2025

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Drykkur verður opinn um páskana
-
Nemendur & nemakeppni14 klukkustundir síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Dúbaí súkkulaði, knafeh og pistasíur: Nýjasta trendið í veitingageiranum
-
Frétt4 dagar síðan
Bain Capital kaupir Sizzling Platter í yfir milljarð dollara