Markaðurinn
Þjónn í hlutastarf – Hótel Reykjavík Saga
Ertu að leita þér að skemmtilegri vinnu í dínamísku og alþjóðlegu umhverfi? Íslandshótel óskar að ráða til sín þjóna í veitingadeild á Hótel Reykjavík Sögu í hlutastarf.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Unnið er á vöktum með 2-2-3 fyrirkomulagi kl 17:00-23:00.
Helstu verkefni:
- Fagleg móttaka gesta.
- Almenn þjónusta við borð í veitingasal.
- Upplýsingagjöf til gesta um matseðil og hráefni.
- Halda vinnusvæði snyrtilegu og hreinu.
- Þjónusta við gesti og sala.
- Samvinna með öðrum deildum til að ná markmiðum í þjónustu gesta.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Lágmarksaldur 20 ára.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Nýtt og glæsilegt hótel, Hótel Reykjavík Saga hefur opnað í Lækjargötu. Hótelið ljáir Lækjargötunni nýjan blæ og hönnunin er nútímaleg og klassísk í senn.
Á hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni.Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu er fyrsta flokks líkamsræktaraðstaða og heilsulind með eimbaði og sánu. Aðgengi er mjög gott þar sem rútustæðið er beint fyrir utan hótelið.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






