Markaðurinn
Þjónar óskast á Hótel Reykjavík Grand
Ertu að leita að skemmtilegu starfi í líflegu og alþjóðlegu umhverfi? Hótel Reykjavík Grand óskar eftir að ráða til sín þjóna í bæði hlutastarf og fullt starf. Unnið er á 2-2-3 vöktum.
Frábært fyrir skólafólk sem þarf að hafa sveigjanlegt vaktarplan sem hægt er að aðlaga að stundarskrá ef þörf er á.
Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem myndar öfluga liðsheild og veitir framúrskarandi þjónustu.
Helstu verkefni:
- Fagleg móttaka gesta.
- Almenn þjónusta við borð í veitingasal.
- Upplýsingagjöf til gesta um matseðil og hráefni.
- Halda vinnusvæði snyrtilegu og hreinu.
- Þjónusta við gesti og sala.
- Samvinna með öðrum deildum til að ná markmiðum í þjónustu gesta.
Hæfniskröfur:
- Rík þjónustulund.
- Fagmannleg framkoma, snyrtimennska.
- Góð samskiptahæfni, skipulagshæfileikar og stundvísi.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvæðni og geta til að vinna undir álagi.
- Góð enskukunnátta.
- Lágmarksaldur 20 ára.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hótel Reykjavík Grand er flaggskip Íslandshótela og fjögurra stjörnu hótel fyrir ferðamenn og ráðstefnugesti sem vilja njóta glæsilegrar aðstöðu og framúrskarandi þjónustu.
Á hótelinu eru yfir 300 herbergi og úrval fundar- og veislusala fyrir öll tilefni. Þar er einnig veitingastaður, bar og líkamsræktaraðstaða.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Grand
Umsóknarfrestur: 28.09.2025
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu
-
Frétt2 dagar síðanLífrænar nýrnabaunir innkallaðar vegna ólöglegs varnarefnis






