Íslandsmót barþjóna
Þetta eru staðirnir sem taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend | Sendu okkur þína uppskrift eða kokteilseðil
Hátíðin Reykjavík Cocktail Weekend byrjar á fimmtudaginn 13. febrúar og stendur yfir til sunnudagsins 16. febrúar 2014, en það er Barþjónaklúbbur Íslands sem á veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á hátíðinni í samstarfi við vínbirgja, veitingastaði í Reykjavík og Fréttablaðið.
Hátíðin verður með því sniði að veitingastaðir munu vera með sérstakan kokteilseðil með völdum drykkjum og einum óáfengum drykk á tilboðsverði fimmtudag, föstudag og laugardag. Drykkirnir munu endurspegla áherslur og hugmyndasköpun veitingastaðana í kokteilgerð. Jafnframt munu erlendir aðilar á vegum vínbirgja koma á staðina og kynna vörur sínar ásamt því að halda námskeið og fyrirlestra fyrir almenning jafnt og fagfólk.
Reykjavík Cocktail Weekend endar með pomp og prakt á sunnudaginn 16. febrúar með Íslandsmóti og Vinnustaðamóti barþjóna.
Hér að neðan er hægt að sjá hvaða staðir taka þátt í Reykjavík Cocktail Weekend:
Sendu okkur uppskrift eða kokteilseðilinn
Hvetjum alla staði að senda okkur sína uppskrift af völdum drykkjum, kokteilseðilinn sem í boði verður, til birtingar hér á veitingageirinn.is þér að kostnaðarlausu. Hægt er að senda á netfangið frettir@veitingageirinn.is eða í gegnum þetta einfalda form hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars