Vertu memm

Keppni

Þetta er hráefnislistinn í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands

Birting:

þann

Gaffall - Veitingastaður

Nú hefur hráefnislistinn í matreiðslukeppninni Bragð Frakklands litið dagsins ljós, en hann er eftirfarandi:

Hráefni fyrir forkeppni:

Aðalréttur

Frönsk Barberia andrabringa, andarlæri og andarfita að lágmarki 40 % ásamt að lágmarki tveimur hráefnum úr körfu.

Hráefni fyrir úrslitin:

Forréttur:

Ferskar franskar ostrur og fersk frönsk hörpuskel ásamt að lágmarki tveimur atriðum úr frönsku körfunni.

Aðalréttur:

Frönsk heil Lynghæna og ferskir ætiþistlar að lágmarki 40% ásamt að lágmarki tveimur hráefnum úr frönsku körfunni.

Eftirréttur:

Valrhona súkkulaði (manjari 64%), vanilla og ávaxtarpúrra úr frönsku körfunni.

Frönsk karfa:

  • Franskur geitaostur
  • Dijon sinnep (Edmond Fallow, Sælkerdreifing)
  • Dijon grófkorna sinnep (Edmond Fallow, Sælkeradreifing)
  • Ólífur svartar steinlausar (Coquillos Nicoise. Garri)
  • Provence edik, Fíkju edik, Epla edik, Balsamic edik, Sherry Edik (Edmond Fallow, Sælkeradreifing)
  • Þurrkaðar kantarellur (Sælkeradreifing)
  • Dijon au citron (Kaja Organic ehf)
  • Repjuolía, Hesilhnetuolía, Provence kryddolía, Sítrónuolía (Philippe Vigean, Kaja Organic ehf)
  • Madagaskar Vanillustangir (Garri)
  • Fleur de Sel (Kaja Organic ehf)
  • Sel Guérande og Sel Guérande með lífrænum kryddjurtum (Le Guérandais, Kaja Organic ehf)
  • Hvítvín og rauðvín frá Vínekrunni
  • Ávaxtapúrur frá Cap Fruit: Mangó púrra, Hindberjapúrra, Kirsuberja púrra, Appelsínupúrra, Blóðappelsínupúrra.

Öndin og lynghænan fæst hjá Sælkeradreifingu, Valhrona súkkulaðið fæst hjá Ekrunni.

Geitaosturinn, ostrurnar, hörpuskelin og ætiþistlarnir kemur ferskt beint frá Frakklandi fyrir úrslitakeppnina.

Auglýsingapláss

Vægi dómgæslu og dómarara eru eftirfarandi:

  • Eldhús 10 % (umgengni, vinnubrögð og nýting)
  • Framsetning 20 % (í samræmi við réttarheiti, þema keppninar, rétt hlutföll hráefnis)
  • Notkun hráefnis og frumlegheit/sköpun 20 % (Frönsk klassík í nýjum búning, spenandi/frumleg nýting á hráefninu)
  • Bragð 50% (bragð og samsetning bragðs, hitastig)

Gefin verða eftirfarandi mínusstig fyrir að fara yfir á tíma við skil:

  • 0-5 mín, 1 stig hver mínúta
  • 6-10 mín, 5 stig hver mínúta
  • 11-15 mín, 10 stig hver mínúta

Dómarar í forkeppninni eru:

Eldhús:

  • Friðgeir Ingi

Smakk:

  • Jóhannes Steinn
  • Viktor Örn Andrésson
  • Steinn Óskar Sigurðsson

Dómarar úrslit:

Eldhús:

  • Friðgeir Ingi

Smakk:

  • Marc de Passorio
  • Hákon Már Örvarsson
  • Sturla Birgisson

Á næstu dögum verða keppendur kynntir.

 

Mynd: úr safni.

/Smári

Auglýsingapláss

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið