Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta er alvöru hvalaveisla – Sjáðu myndbandið hér
Hin árlega Hvalaveisla var haldin í sjöunda sinn nú á dögunum, en hún er fastur liður í herrakvöldi hjá Knattspyrnufélagi Hauka.
Eins og undanfarin ár var það Stefán Úlfarsson og meistarakokkarnir á Þremur Frökkum sem sáu um að galdra fram girnilega rétti úr sjávarfangi eins og þeim einum er lagið þar sem hvalkjöt var í öndvegi.
Veislustjórn kvöldsins var í höndum Óla Sæm og svo sáu þeir Pétur Jóhann og Sigurjón V. Jónsson um að kitla hláturtaugarnar og halda mönnum á tánum.
Matseðillinn:
Kaldir réttir:
Hákarl og Harðfiskur var á öllum borðum
Síld 3 tegundir og rúgbrauð og smjör
Grafinn Hvalur með piparrótarsósu og hunangs melónu
Hrátt Hvalkjöts Sashimi og Lax með soya, engifer og wasabi
Villibráðapaté með Hvalkjöti og reyktum Lunda, Cumberland sósa
Marineraðir Hvalkjötsstrimlar“Hanoy“í engifer, hvítlauk, hunangi og soya
Sýrt Hvalrengi snilldarlega verkað af Hval hf
Reykt Hvalkjöt á salatbeði
Heilsteiktur Hvalavöðvi“roast beef“með steiktum lauk og remólaði
Míni Hvala hamborgarar með tómat og iceberg
Reyktur lax með piparrótarsósu
Grafin Lax með graflaxsósu
Kjúklingaspjót „Tandoori“
Kartöflusalat
Rúgbrauð og smjör
Heitir réttir:
Hvala piparsteik með rjómalagaðri Piparsósu
Gratíneraður Plokkfiskur í kjólfötum að hætti Úlfars
Hvala Stroganoff
Saltfiskbollur í súrsætri sósu
Kartöflur
Hrísgrjón
Að lokum var boðið upp á kókostoppa og fylltar vatnsdeigsbollur með kaffi og koníaki.
Í þættinum Lífið er fiskur, sem fiskikóngurinn Kristján Berg stjórnar, er gert góð skil á hvalaveislunni. Sjón er sögu ríkari:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






