Viðtöl, örfréttir & frumraun
Þetta er alvöru hvalaveisla – Sjáðu myndbandið hér
Hin árlega Hvalaveisla var haldin í sjöunda sinn nú á dögunum, en hún er fastur liður í herrakvöldi hjá Knattspyrnufélagi Hauka.
Eins og undanfarin ár var það Stefán Úlfarsson og meistarakokkarnir á Þremur Frökkum sem sáu um að galdra fram girnilega rétti úr sjávarfangi eins og þeim einum er lagið þar sem hvalkjöt var í öndvegi.
Veislustjórn kvöldsins var í höndum Óla Sæm og svo sáu þeir Pétur Jóhann og Sigurjón V. Jónsson um að kitla hláturtaugarnar og halda mönnum á tánum.
Matseðillinn:
Kaldir réttir:
Hákarl og Harðfiskur var á öllum borðum
Síld 3 tegundir og rúgbrauð og smjör
Grafinn Hvalur með piparrótarsósu og hunangs melónu
Hrátt Hvalkjöts Sashimi og Lax með soya, engifer og wasabi
Villibráðapaté með Hvalkjöti og reyktum Lunda, Cumberland sósa
Marineraðir Hvalkjötsstrimlar“Hanoy“í engifer, hvítlauk, hunangi og soya
Sýrt Hvalrengi snilldarlega verkað af Hval hf
Reykt Hvalkjöt á salatbeði
Heilsteiktur Hvalavöðvi“roast beef“með steiktum lauk og remólaði
Míni Hvala hamborgarar með tómat og iceberg
Reyktur lax með piparrótarsósu
Grafin Lax með graflaxsósu
Kjúklingaspjót „Tandoori“
Kartöflusalat
Rúgbrauð og smjör
Heitir réttir:
Hvala piparsteik með rjómalagaðri Piparsósu
Gratíneraður Plokkfiskur í kjólfötum að hætti Úlfars
Hvala Stroganoff
Saltfiskbollur í súrsætri sósu
Kartöflur
Hrísgrjón
Að lokum var boðið upp á kókostoppa og fylltar vatnsdeigsbollur með kaffi og koníaki.
Í þættinum Lífið er fiskur, sem fiskikóngurinn Kristján Berg stjórnar, er gert góð skil á hvalaveislunni. Sjón er sögu ríkari:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið21 klukkustund síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús






