Keppni
Þessir keppa í matreiðslukeppninni „Bragð Frakklands“
Skráning í matreiðslukeppnina „Bragð Frakklands“ lauk í gær og eftirfarandi eru þeir sem keppa:
- Ágúst Már Garðarsson – ION Hotels
- Bjarni Siguróla Jakobsson – Slippbarinn – Icelandair hotel Reykjavík Marina
- Jóel Þór Árnasson – Kopar Restaurant
- Jónas Oddur Björnsson – Vox Restaurant
- Kristófer Hamilton Lord – Lava Restaurant
- Óli Már Erlingsson – Fiskfélagið
- Óskar Ólafsson – Friðrik V.
- Ragnar Ómarsson – Icelandair hotel Hilton Nordica
- Stefán Elí Stefánsson – Perlan
Keppendur þurfa að elda rétti úr fyrirfram ákveðnu frönsku gæðahráefni. Réttirnir mega vera byggðir á frönsku klassíkinni en þurfa þó að vera framsettir á nútímalegan og skapandi máta.
Forkeppni 12. maí | Úrslitakeppni 14. maí
Forkeppnin fer fram þann 12. maí þar sem keppendur mæta með fullundirbúinn rétt og hafa svo 1 klst. í eldhúsi Hótel Holts til að stilla upp aðalrétti fyrir 5 manns, 3 diskar fyrir dómara og tveir diskar í myndatöku og útstillingu. Úrslitin fara svo fram 14. maí þar sem þrír stigahæstu keppendurnir úr forkeppninni elda þriggja rétta máltíð fyrir fimm manns og mega þeir eins og í forkeppninni mæta með allt undirbúið og hafa þá 2 klst. til að framreiða þrjá rétti.
Vegleg verðlaun
Verðlaunin eru ekki af lakari kantinum en sigurvegara keppninnar verður boðið á virtustu matreiðslukeppni heims Bocuse d Or í janúar 2015 ásamt viku dvöl við vinnu á Michelin veitingastað í Alsace Frakklandi.
Dómnefnd
Yfirdómari kemur frá Frakklandi en það er Michelin kokkurinn Marc de Passorio og við hlið hans sitja tveir af okkar virtustu matreiðslumönnum þeir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.
Úrslit verða kynnt á Gala kvöldverði 15. maí
Þann 15. maí verður svo haldin veglegur Gala kvöldverður að hætti Friðgeirs og félaga á Gallery restaurant Hótel Holt þar sem úrslitin verða kynnt.
Allar nánari upplýsingar og fréttayfirlit er hægt að nálgast með því að smella hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta6 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði